Umræðufundur með HSA

Eitt af markmiðum Betri Borgarfjarðar er að bæta aðgengi íbúa að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð.

Íbúum Borgarfjarðar er því boðið til fundar við fulltrúa Heilbrigðisstofnunar Austurlands mánudaginn 29. apríl nk. kl. 17.00 í Fjarðarborg.

Fulltrúar HSA munu flytja stutt erindi og að þeim loknum býðst íbúum að spyrja þá spjörunum úr. Á fundinum verður farið yfir stöðu heilbrigðismála á staðnum og hvernig megi bæta hana.

 

Mætum öll!