Í júlímánuði ætlum við hjá UMFB að fagna 100 ára afmæli félagsins. Aðalfögnuðurinn verður laugardaginn 15. Júlí þegar við höldum afmælishátíð UMFB.
Hátíðarhöldin hefjast með skrúðgöngu uppá íþróttavelli og hátíðarstemningu með leikjum og fjöri. Svo um kvöldið verður afmælismatur sem UMFB sér um og afmælisfögnuður með ræðumönnum og tónlistaratriðum fram eftir kvöldi, þar sem UMFB maðurinn Magni verður í broddi fylkingar ásamt píanóleikaranum Pálma Sigurhjartarsyni. Svo verður dansað fram á nótt.
Skráning í veisluna er í síma 472-9920 eða 848-2249. Herlegheitin kosta 3.900 krónur.
Ef einhver hefur frá einhverju forvitnilegu að segja tengt UMFB þetta kvöld má sá hinn sami endilega hafa samband við Óttar, formann UMFB í síma: 848-2249.
UMFB stendur einnig fyrir Dyrfjallahlaupinu. Sem er haldið í fyrsta sinn í tilefni afmælisins þann 22. júlí. Skráning fór vonum fram og því mikið um að vera í kringum það.
Í júlí ætlum við að bjóða uppá ókeypis íþróttaæfingar fyrir alla krakka sem verða á svæðinu frá næstu viku og út júlí.
Hvetjum við sem flesta til að taka þátt því vonin er að gera þessa afmælisdagskrá eftirminnilega og skemmtilega.
Stjórn UMFB.