7. bekkingar ásamt þjálfara sínum.
Upplestrarkeppni sjöundu bekkinga Grunnskóla Borgarfjarðar eystri var haldin 2.
mars
Í ár eru fjórir nemendur í 7. bekk og tóku þær allar þátt í
ræktunarhluta "Stóru upplestrakeppninnar." Það eru þær Hrafnhildur María, Sara Rós, Sylvía Ösp og Karólína
Rún.
Þær lásu kafla úr bók eftir Þorgrím Þráinsson “Ertu guð afi”,
ljóð eftir Þorstein frá Hamri og ljóð að eigin vali.
Allar lásu þær listavel og átti dómnefnd úr vöndu að ráða með val á
fulltrúa en fyrir valinu varð Karólína Rún Helgadóttir. Mun hún taka þátt fyrir okkar hönd í "Stóru
upplestrakeppninni" sem haldin verður í Egilsstaðarskóla fimmtudaginn 17. mars næstkomandi.
Ef þú smellir hérna sérðu fleiri myndir frá keppninni.