Á síðusta fundi hreppsnefndar 02.06.20. var farið yfir niðurstöður úrbótagöngu sem farið var í á síðasta ári.
Í fyrravor var einnig útbúinn listi yfir sjálfboðaliðaverkefni þar sem íbúar/fjarbúar geta valið sér verkefni að vild og lagt þar með sitt að mörkum til að fegra ásýnd heimabyggðarinnar. Áhugasamir geta haft samband við Bryndísi Snjólfsdóttur s. 8939913 og hún mun vera fólki innan handar með verkið. Hér fyrir neðan má sjá þennan áðurnefnda lista.
1. Mála opnanlegu hliðin við rörahliðin inn í þorpið ( x3 )
2. Háþrýstiþvo og mála vegg við bílaþvottaplan
3. Mála brúarhandrið á Bakkaárbrú við Kögur
4. Mála brúarhandrið á Svínalækjarbrú
5. Mála ljósastaura
6. Pússa og mála bekki við Tungu og Fjarðará ( Búið að framkvæma )
7. Mála sáluhlið í kirkjugarðinum
8. Slá kirkjugarðinn
9. Lagfæra og mála girðingu við kirkju ( Búið að fjarlægja )
10. Undirbúa undir málningu og mála Hreppsstofu
11. Mála tundurdufl við Borg
12. Gera göngustíg að útikennslustofu ( Búið að framkvæma )
13. Mála handriðin á bryggjunni út í Höfn.
14. Fjarlægja leifar af gömlu skíðalyftunni á Vatnsskarði. ( Nýtt á listanum )
Búið er að lagfæra krossinn í Njarðvíkurskriðum.
Stefnt er á almenna tiltekt í þorpinu fimmtudaginn 11. júní og föstudaginn 12. júní. Hreppsstarfsmenn verða til aðstoðar með tól og tæki. Um leið og tómir gámar fást til brottflutnings á brotajárni verður auglýst eftir bílhræjum og öðru járni til að fylla þá.