Kæru íbúar!
Til að hita upp fyrir píslargöngur föstudagsins langa ætlum við að hittast á skírdag og taka rölt um þorpið okkar. Tilgangurinn er að skoða hvernig við getum bætt ásýnd þorpsins. Þessi úrbótaganga felur í sér að gerð er úttekt á því sem mætti bæta í umhverfi okkar og þátttakendum í göngunni gefinn kostur á að skila ábendingum um það, sem og tillögum um hvernig má laga eða bæta. Sumt af því verður eflaust auðvelt að laga strax, s.s. að tína upp rusl, minniháttar lagfæring á göngustígum eða rétta við hallandi götuskilti. Annað þarf hugsanlega lengri undirbúning.
Hvenær: Skírdagur – 18. apríl kl. 16
Hvar: Hittast við Fjarðarborg
Eftir gönguna ætlar umhverfisnefnd að kynna áhugaverða hugmynd fyrir íbúum sem hefur fengið vinnuheitið „Samfélagssvín“ – missið ekki af því!
Leggjumst öll á eitt að gera okkar fallega byggðarlag enn betra – því betur sjá augu en eyru!
Umhverfisnefnd