Útikennsla

Nemendur í 1.-4. bekk læddust úr í myrkrið í morgun.  Þau ásamt kennurum sínum í íslensku fóru í útikennslustofuna þar sem logandi kyndlar tóku á móti öllum.   

 Í bjarma eldsins fór fram kennslustund í bókmenntum, börnin fræddust um ævi og störf Jóhannesar úr Kötlum (1899-1972), en þau hafa verið að vinna með jólaköttinn í öðrum námsgreinum og í sum í tónlistinni hjá Hafþóri. Ætlunin var líka að lofa nemendum að upplifa myrkrið, veður var stillt og stjörnubjart.

Jólasveinavísurnar sem við þekkjum flest, kvæðið um jólaköttin og mörg önnur sígild kvæði eru eftir Jóhannes úr Kötlum. Hann var afkastamikið skáld sem gaf út 20 ljóðabækur og 5 skáldsögur fyrir utan að hann skrifaði greinar í blöð. Jóhannes var barnaskólakennari og vann  í mörg ár sem slíkur samhliða störfum sínum sem skáld.

Kennslustundinni í morgun lauk með því að Jólakötturinn í flutningi Ragnheiðar Gröndal hljómaði.

Myndir/pictures segja meira en mörg orð.