Það eru frábærir tónleikar framundan í Loðmundarfirði. Ferðamálahópurinn og Ferðafélagið standa saman að þessum árlegu síðsumarstónleikum og í ár er komið að Valgeiri Guðjónssyni að koma fram á pallinum við skálann í Loðmundarfirði. Aðgangseyrir er að venju valfrjáls og boðið verður upp á léttar veitingar líkt og undanfarin ár.
Spennandi gönguferð er boði á vegum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs um tónleikahelgina.
Fararstjóri er Gunnar Sverrisson. Verð 17.000/16.000. Lágmark 15 manns
Innifalið rútur, trúss, fararstjórn, tónleikar og kvöldmatur.
29.ágúst: Húsavík-Skúmhattardalur-Fitjar-Hraundalur-Klyppstaður.
30.ágúst: Klyppstaður-Árnastaðaskörð-Seyðisfjörður
Nánari upplýsingar eru á síðu
Ferðafélagsins.