Valvika

Einbeittir fuglasmiðir á fyrsta valdegi vikunanr
Einbeittir fuglasmiðir á fyrsta valdegi vikunanr
Í dag hófst valvika í skólanum okkar en í þeirri viku hafa nemendur kosið sér valgrein eða greinar til að vinna að næstu daga. Nemendur eldri deildar ákváðu í sameiningu og samráði við kennara  að matreiðsla yrði aðalviðfangsefni þeirra en krakkarnir í yngri deild taka nokkur fög fyrir og munu vinna í smíði og myndlist, leiklist og tónlist, þau fara í hjólreiðatúr með nesti ef veðurr leyfir á þriðjudag og ljúka sinni valviku með því að fá stutt námskeið í Taekwondo.  Valvikan er liður í að auka fjölbreytta kennsluhætti við skólann og auka ábyrgð nemenda á eigin námi. Í þessu verkefni er nemendalýðræðið sannarlega við völd en jafnframt gera nemendur og kennarar kröfur um markvissa vinnu og árangur.  Valviku lýkur miðvikudaginn 13.maí með kynningu á opnu húsi milli 13:00 og 14:00 en á þessa kynningu eru allir boðnir velkomnir.  Hér munu nemendur kynna verkefnin og það sem þau hafa haft fyrir stafni dagana á undan. Opna húsið okkar er jafnframt þátttaka okkar í verkefninu List án landamæra. En nánar um valvikuna í lok hennar og þá væntanlega fleiri myndir!