Varðliðar umhverfisins 2016

Varðliðar umhverfisins, það erum við! Á Degi umhverfisins 25.apríl skrapp hann Bóas okkar suður til Reykjavíkur til að taka á móti viðurkenningu fyrir hönd allra nemenda skólans en nemendur okkar hafa verið útnefnd Varðliðar umhverfisins 2016 af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Náttúruskóla Reykjavíkur og Landvernd.  Þennan heiður hljóta krakkarnir okkar fyrir ljósmyndaverkefni sem þau hófu í gönguferðinni til Loðmundarfjarðar í haust og unnu svo áfram í umhverfismenntunartímum. Verkefnið var sent inn í þessa verkefnasamkeppni sem er á landsvísu en keppnin hefur það að markmiði að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfismálum og vekja sýn ungs fólks á þau.  Sjá nánar hér: http://www.ruv.is/frett/vidurkenningar-afhentar-a-degi-umhverfisins