Þá var ákveðið að leigja ána ekki út til leigutaka sumarið 2018 heldur
fara að dæmi nokkurra annara veiðfélaga hér fyrir austan og semja við
óháðan veiðileyfasala sem kallast Veiðitorg og rekur veiðileyfasíðuna
www.veiditorg.is.
Veiðitorg er sölukerfi sem hefur verið í þróun í
yfir 10 ár og mætir þörfum söluaðila og kaupenda veiðileyfa og er
vettvangur sem tengir seljendur og kaupendur. Veiditorg er óháð - er
ekki á vegum stangveiðifélags, landeigenda, veiðifélags, leigutaka,
veiðileyfasala, veiðivöruverslanar eða annarra hagsmunaaðlila í veiði-
eða ferðaþjónustu. Veiðileyfasalan fer því öll orðið í gegnum netið og
fara greiðslur vegna veiðileyfa beint inn á reikning veiðifélagsins að
fenginni hóflegri söluþóknun veiðitorgs.
Veiðitorg virkar þannig að á
netinu má sjá stöðuna á veiðileyfum á netinu og hægt að kaupa og fá
veiðileyfi innan nokurra mínútna séu þau laus.
Gert er ráð fyrir að áin opni 20 júlí.
Eftirlit
við ána verður því nú í höndum landeiganda við ána og eiga allir sem í
henni veiða eiga að geta framvísað veiðileyfum úr síma sínum eða á
útprenntuðum pappír.
Ánni er skipt í tvö veiðisvæði það efra frá
fossum Þverár og Fjarðarár að og með hylnum Glæsodda. Á efra svæðinu má
veiða á tvær stangir. Neðra svæðið er neðan við Glæsodda og útí ós þar
má veiða á eina stöng.