Þeir eru margir þessir alþjóðadagar
og gætum við haft eitthvað sérstakt um að vera í tilefni af þeim í hverri viku. Sumir eru þó kærkomnari en aðrir og verður hver
og einn að velja fyrir sig. Við í grunnskólanum tókum því fegins hendi þegar við uppgötvuðum alþjóðadag eldriborgara
því við höfum ætíð haft gaman af því þegar eldra fólkið okkar gefur sér tíma til að heimsækja okkur hvort
sem er í skólann eða á skemmtanir á vegum skólans í Fjarðarborg. Þessi dagur var haldinn hátíðlegur 1. október og
buðum við eldri borgurum Borgarfjarðar að heimsækja okkur í skólann, horfa á myndasýningu, hlusta á upplestur, söng og
hljóðfæraleik og þiggja síðan veitingar. Þökkum við þeim kærlega fyrir ánægjulega stund. Hér má sjá
myndir frá þessum degi.