Gengið af stað frá skólanum
Á föstudaginn var
baráttudagur gegn einelti. Við vorum með vinaþema alla vikuna og undirbjuggum daginn með því að syngja vinalög, vanda okkur í samskiptum okkar
við hvort annað og hugsa hlýtt til hvors annars. Nemendur skráðu á miða það jákvæða og góða sem þau tóku eftir
í fari félaga sinna og þessi miði var síðan límdur á hjarta sem hvert og eitt barn fékk. Á föstudaginn borðuðum við
nestið okkar saman í miðrýminu, sungum lög sem nemendur í 1. og 2. bekk kenndu okkur og fórum síðan í göngu um þorpið með
trumbuslætti og bjölluhljómi til að vekja athygli á þessum nauðsynlega boðskap.
Veistu ef þú vin átt,
þann er þú vel trúir,
og vilt þú af honum gott geta,
geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
( úr Hávamálum)
Hér má sjá myndir.