Fuglaskoðun

Rayan og  Zlata
Rayan og Zlata
Vikuna sem grunnskólabörnin voru á sundnámsskeiði á Egilsstöðum var rólegt hjá okkur á leikskólanum.   Við Rayan og Zlata fórum því í skoðunarferð út í Höfn. Þar gaf margt að líta, bátarnir voru að koma að og vorum við svo heppin að sjá tvo lunda sem enn voru í Hólmanum. Einnig sáum við fleiri fugla s.s. máva, maríuerlu, skógarþresti, hrossagauk og hrafna. Við vorum einstaklega heppin með veður þennan dag og á leiðinni heim fórum við upp með Lagsánni og drukkum nestið okkar þar. Hér má sjá myndir/pictures.