Hópurinn með Dyrfjöllin í baksýn
Síðasta miðvikudag var arkað af stað í hina árvissu haustgöngu Grunnskólans.
Að þessu sinni var stefnan tekin í Dimmadal sem er annar tveggja dala undir Dyrfjöllum. Farið var upp frá Lobbuhrauni fyrir innan Jökulsá, meðfram
Hvolsmæli og inn í Dimmadal þar sem nestið var snætt en það er stór hluti af gönguferðum að hafa gómsætt nesti með í
för. Veðrið lék við okkur eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Ferðin tók 7 klukkustundir og þegar heim kom voru allir
þreyttir en sælir eftir góðan dag í borgfirskri náttúru. Það skal tekið fram að það voru ekki endilega yngstu nemendurnir sem
voru þreyttastir því með í för voru líka kennarar á mismunandi aldri og getustigi.
Hérna getið þið séð myndir úr
ferðinni.