Sjálfbær
þróun ! Hvað er nú það.
Okkur fannst þetta mjög flókið hugtak og útskýringar sem finna
má á ýmsum vefum á internetinu eru líka frekar flóknar. Við fundum samt alveg
útskýrningar sem gott er að skilja eins og þetta máltæki sem er víst frá Kenya:
Þú hefur ekki fengið landið til eignar frá foreldrum þínum; þú hefur það að
láni frá börnum þínum. Sjálfbær þróun
byggir á þremur meginstoðum, viðfræðilegri, félagslegri og efnahagslegri.
Þessar þrjár stoðir eru háðar hverri annari og ekki hægt að taka eina útúr.
Sjálfbær þróun krefst þess að við spörum meira og eyðum minna. Við lifum
nefnilega á meiru en náttúran getur veitt okkur. Ef við tökum rafmagn sem dæmi
þá notar ein manneskja t.d. á Íslandi meira af rafmagni heldur en 80 manneskur
gætu notað í fátækari löndum. Þegar rafmagn er búið til þarf að passa að hugað sé að vistfræðilega þættinum, að náttúran skaðist ekki, passa þarf félagslegaþáttinn þannig að rafmangsframleiðslan skemmi ekki fyrir rétti fólks að lifa á landinu sínu og efnahagslegi þátturinn fléttast þarna inn í því það kostar að búa til rafmagn og fyrir sumar þjóðir getur það verið dýrara en aðrar. Munum að ofnotkun getur leitt til eyðslusemi sem
lítilsvirðir umhverfið og eyðir auðlindum jarðar.