Hlustað af athygli!
Eins og mörgum er kunnugt um eru tímar á stundaskrá hjá okkur sem kallast söngur og samskipti. Tvisvar (eldri deild) eða þrisvar
(miðstig og yngsta) í viku í þessum tímum koma nemendur saman í miðrýminu meðal annars til að syngja en einnig til að þjálfa
samskiptafærnina. Á miðvikudögum eru tímarnir skipulagðir þannig að til okkar koma gestir. Til dæmis er á dagskrá í vetur að
bjóða foreldrum í heimsókn til að segja frá skólgöngu sinni og minnisstæðum atburðum úr æskunni en einnig fáum
við til okkar aðra gesti.
Við höfum fengið til okkar marga góða góða gesti. Til dæmis kom Jón Þórðarson sveitastjóri í heimsókn,
Björn Thoroddsen kom og spilaði á gítar fyrir okkur í tengslum við verkefnið Tónlist fyrir alla, umboðsmaður barna kom með kynningu á
réttindum barna, Bryndís Skúladóttir hélt kynningu á Vatnajökulsþjóðgarði og Lúðvík Gústafsson
kíkti auk þess til eldri nemenda með fræðslu um jarðfræði. Þar fyrir utan hafa foreldrarni Jón Sveinsson, Bryndís Snjólfs og
Svandís nú þegar sagt frá eigin skólagöngu og allt hefur þetta verið ánægjulegt.
13.nóvember kíktu til okkar 8 Kanadabúar sem eiga ættir sínar að rekja hingað á Borgarfjörð en afi ömmunnar í hópnum
var fæddur hér. Vitað er að hann fermdist í Bakkagerðiskirkju en flutti utan 15 ára, rétt eftir síðustu aldarmót. Það var
skemmtilegt að fá þau Carol, Liam, Calum, Ben, Heather, Cathy, Kieth og Bill í heimókn. Nemendur höfðu undirbúið spurningar
í enskutíma og spreyttu sig flest á að spyrja um mikilvæg mál, eins og um áhugamál þeirra og veru í Kanada. Við sungum fyrir
þau, dönsuðum vikivaka með þeim og nemendur buðu yngstu gestunum 6, 10, og 13 ára með sér í frímínútur. Gestirnir sungu
líka fyrir okkur og gáfu okkur gjafir, meðal annars heimasaumaðan poka utan um penna, blýant og póstkort frá Kanada fyrir utan dásamleg epli sem uxu
í garðinum hjá Bill.
Allar þessar heimsóknir hafa verið virkilega ánægjulegar, fræðandi og gagnlegar því að nemendur taka virkan þátt í
jákvæðum samskiptum og með þessum hætti er námsefni gert lifandi. Nemendur í eldri deild hafa til að mynda verið að læra um Kanada
í ensku og í síðustu heimsókn gafst gott tækifæri á að setja það í samhengi.
Hér má sjá myndir :) (pictures)