Í dag var grunnskóla Borgarfjarðar formlega slitið við hátíðlega athöfn. Engir nemendur voru útskrifaðir þetta vorið þar sem engir nemendur voru í 10. bekk og engir 5 ára nemendur í leikskólanum. Nemendur fluttu ljóð eftir borgfirsk ljóðskáld, lásu upp frumsamda sögu og sungu. Þrúða hélt að þessu tilefni litla tölu þar sem hún stiklaði á stóru í starfi skólans í vetur og þakkaði síðan nemendum, foreldrum og starfsfólki fyrir samstarfið en hún er að hverfa til starfa að nýju í Egilsstaðaskóla. Þökkum við Þrúðu einnig kærlega fyrir samstarfið og samveruna þessa tvo vetur.