Þemadagar

Þemadagar
Þemadagar
Í vetur hefur þemadögunum verið dreift yfir allt skólaárið og er þá tekinn einn morgunn í þessa vinnu. Við ákváðum okkur í haust að fjalla um fugla í þemavinnunni. Fyrsta daginn var hitað upp með því hóparnir þrír sem valið hafði verið í tóku fyrir eina fuglategund hver, en fyrir lá að lundinn yrði okkar aðalviðfangsefni næstu þemadaga. Hugmyndavinna hafði átt sér stað hjá nemendum og ákveðið að á hverjum þemadegi yrði unnið í þremur hópum að ákveðnum verkefnum og fengju allir að prufa að vera í öllum hópum. Margar hugmyndir kviknuðu um það hvernig hægt væri að fjalla um lundann. Fyrir valinu varð að; hanna spil um lundann, búa til lunda úr pappamassa, gera litabók, minjagripi, myndir o.fl. Það er okkar mat að þetta hafi tekist ágætlega og skemmtilegt uppbrot ( hvíld frá námsbókunum ) í skólastarfinu. Hér getur þú séð myndir frá þessum dögum.