Þorrablót

Nemendur gæða sér á þorramat
Nemendur gæða sér á þorramat
Í gær var þorrablót Grunnskólans haldið þar sem snæddur var þorramatur og farið með gamanmál yfir borðhaldinu eins gerist á bestu blótum. Að því loknu var farið í létta samkvæmisleiki og dansað svo af hjartans list fram eftir degi. Það hefur verið árvisst að þorrablótsnefndir hafa gefið nemendum afgangs mat frá þorrablótinu og Kalli síðan bætt um betur, það var engin breyting þar á að þessu sinni og þökkum við þeim kærlega fyrir okkur. Hér má sjá myndir af blótinu.