Sigurður Flosason og Pétur Grétarsson
Í dag fengum við góða heimsókn
en það voru tónlistarsnillingarnir Sigurður Flosason og Pétur Grétarsson. Þeir eru á ferð um Austurland á vegum verkefnisins "Tónlist
fyrir alla." Að þessu sinni var viðfangsefnið "raddir þjóðar" og fengum við að heyra af bandi raddir löngu liðinna Íslendinga við
undirleik þeirra félaga. Síðan fluttu þeir önnur lög við forn textabrot s.s. um hann "Dúðadurt" og "móðir mín í
kví, kví." Leikrænir tilburðir þeirra félaga voru slíkir að áhorfendum þótti nóg um á köflum. Að
lokum gæddum við okkur bakkelsi að hætti Jóffu og Helgu. Þess má geta að í dag var einnig "öðruvísi dagur" og af
þeim sökum voru allir rauðklæddir í dag.
Hérna má líta
myndir af tónlistarflutningnum.