Valdagar

Sviðslistir
Sviðslistir
Vikan fyrir páska var valvika hér í skólanum. Nemendur 1. - 10. bekkja lögðu þá hefðbundnar námsbækur til hliðar og sökktu sér í valin viðfangsefni, viðfangsefni sem þau höfðu sérstaklega valið sér. Nemendur 7. - 10. bekkjar sýsluðu við ljósmyndun, fótboltapælingar, heimasíðugerð og sviðslistir á meðan nemendur 1. - 4. bekkjar dönsuðu, sungu, matreiddu, töluðu framandi tungur og unnu í listasmiðju. Þetta heppnaðist vel og mátti sjá uppskeru vikunnar á föstudeginum er nemendur kynntu fyrir okkur afraksturinn.  Hérna má sjá myndir/pictures.