Spennandi tímar :)
Vorskóli elstu nemenda á leikskólanum hófst í dag en þau munu verja fimm dögum með nemendum yngri deildar grunnskólans nú fram á vorið til að aðlagast grunnskólastarfinu. Aðlögunin á sér reyndar stað allt skólaárið því samstarf á milli skólastiganna er mikið hér á Borgarfirði..... en það er aðeins öðruvísi að vera boðin velkomin í heimastofuna, fá eigið borð og skólaverkefni, svo ekki sé talað um að leika við eldri nemendur í frímínútum og sitja með þeim til borðs í matartímanum. Nemendur grunnskólans skiptast á að vera skólavinir gestanna og það þýðir að þau eldri fá það mikilvæga hlutverk að hjálpa til ef á þarf að halda og vera sérstaklega góður vinur þeirra í frímínútum.