Árshátíð

Hlauptu - týnstu
Hlauptu - týnstu
Árshátíð Grunnskóla Borgarfjarðar eystra Árshátíð skólans verður haldin í Fjarðarborg laugardaginn 21. mars kl. 14.00. Dagskrá árshátíðar verður tvískipt að þessu sinni:

Nemendur 2.-5. bekkjar flytja leikritið ,,Urð og grjót“eftir Bryndísi Skúladóttur og nemendur hennar, en verkið er byggt á frásögn Jóns á Sólbakka af viðburðaríkri fjallgöngu hans og Sigmars á Desjarmýri á hæsta tind Dyrfjalla.
Nemendur 8.-9. bekkjar færa okkur svo leikritið ,,Hlauptu, týnstu“ eftir Berg Ebba Benediktsson. Verkið er hluti af leiklistarverkefninu Þjóðleik á vegum Þjóðleikhússins.

Kaffihlaðborð að hætti foreldrafélagsins
verður að sýningu lokinni.

Miðaverð kr. 1500 (leiksýning og kaffihlaðborð). Frítt fyrir nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar eystra og börn 6 ára og yngri.

Verið hjartanlega velkomin, við hlökkum til að sjá ykkur!

Nemendur og starfsfólk grunnskólans