Fréttir

Þjóðleikur 2013

Borgfirsk ungmenni fóru um síðustu helgi á Þjóðleik sem er leiklistarhátíð ungmenna. Það var 7.-10. bekkur sem tók þátt í hátíðinni og sýndu þau leikritið Tjaldið eftir Hallgrím Helgason í leikstjórn Þráins Sigvaldasonar. Ungmennin sýndu tvær sýningar og vöktu mikla athygli fyrir leik og gleði. Fullt var á báðar sýningarnar sem sýndar voru í Frystiklefanum. Auk þessara sýninga mun hóðurinn sýna verkið á árshátíð skólans sem verður laugardaginn 13. apríl klukkan 14:00 í Fjarðaborg. Á myndinni má sjá hópinn með Hallgrími Helgasyni höfundi verksins.