Fréttir

Af opnu húsi og valviku

Í síðustu viku var opið hús hjá okkur í skólanum. Tilefni þessa var að nemendur höfðu þá nýlokið valvikunni, eða tuttugu kennslustundum í valgrein. Með því að opna skólann og halda sýningu á afrakstri valvikunnar og við að nemendur kynntu námskeiðin tókum við um leið þátt í verkefninu "List án landamæra" þennan dag.

Kampselur á Borgarfirði

Þessa dagana heldur til á Borgarfirði glæsilegur Kampselur, en hann er sjaldséður gestur hérna á Borgarfirði. Í dag hélt hann til í fjörunni fyrir neðan Blábjörg og sleikti sólina.

Háskólalestin!

Elstu nemendur skólans tóku þátt í Háskóla unga fólksins - Háskólalestinni, föstudaginn 15. maí. Við drifum okkur af stað fyrir allar aldir þann dag, hittum nemendur á Brúarási og fengum far með þeim í rútu til Vopnafjarðar. Á Vopnafirði höfðu nemendur val um fjölbreytt námskeið undir leiðsögn háskólakennara. Krakkarnir okkar sóttu námskeið í forritun, efnafræði, japönsku og vísindaheimspeki og voru sérdeilis ánægð með daginn enda var hann vel heppnaður í alla staði. Það er frábært fyrir okkar nemendur að hafa möguleika á að hitta fjöldann allan af krökkum á sama reki, efla tengslin við nágranna okkar, fá skemmtilega og spennandi fræðslu og takast á við áskoranir í stærra samfélagi.  Háskólalestin er sambærilegt verkefni og Háskóli unga fólksins nema hvað lestin fer í skóla á landsbyggðinni og er eins til tveggja daga fræðsla en Háskóli unga fólksins er staðbundinn í Reykjavík og stendur í fjóra daga. Bæði verkefnin eru starfrækt af Háskóla Íslands. Háskóli unga fólksins 2015 verður haldinn dagana 10.-13. júní í Reykjavík og er fyrir alla nemendur í 6. -10. bekk sem áhuga hafa. Skráning hefst fimmtudaginn 21. maí kl. 18.00 og fer eingöngu fram rafrænt á vefnum þeirra,  sjá ung.hi.is

Valvika

Í dag hófst valvika í skólanum okkar en í þeirri viku hafa nemendur kosið sér valgrein eða greinar til að vinna að næstu daga. Nemendur eldri deildar ákváðu í sameiningu og samráði við kennara  að matreiðsla yrði aðalviðfangsefni þeirra en krakkarnir í yngri deild taka nokkur fög fyrir og munu vinna í smíði og myndlist, leiklist og tónlist, þau fara í hjólreiðatúr með nesti ef veðurr leyfir á þriðjudag og ljúka sinni valviku með því að fá stutt námskeið í Taekwondo.  Valvikan er liður í að auka fjölbreytta kennsluhætti við skólann og auka ábyrgð nemenda á eigin námi. Í þessu verkefni er nemendalýðræðið sannarlega við völd en jafnframt gera nemendur og kennarar kröfur um markvissa vinnu og árangur.  Valviku lýkur miðvikudaginn 13.maí með kynningu á opnu húsi milli 13:00 og 14:00 en á þessa kynningu eru allir boðnir velkomnir.  Hér munu nemendur kynna verkefnin og það sem þau hafa haft fyrir stafni dagana á undan. Opna húsið okkar er jafnframt þátttaka okkar í verkefninu List án landamæra. En nánar um valvikuna í lok hennar og þá væntanlega fleiri myndir!

Grænfánafréttir

Við höfum haft af því áhyggur hvað grænfáninn okkar endist illa.

100% fjölgun á leikskólanum

Í lok apríl varð 100 % fjölgun á leikskólanum