22.06.2015
Það er okkur í Fjarðarborg heiður að kynna næsta listamann til sögunnar í tónleikasumrinu, en það er snillingurinn hún
Sóley Stefánsdóttir, eða bara Sóley eins og hún kallar sig oftast.
22.06.2015
Skemmtiferðaskipið Sea Explorer kom að Hafnarhólma 16. júní síðastliðin.
19.06.2015
Hið störnum prýdda lið Ungmennafélags Borgarfjarðar í knattspyrnu karla gerði góða ferð á Djúpavog þann 17.
júní og vann þar sannfærandi sigur á sterku liði heimamanna í Neista 1-3. Leikurinn markaði upphaf tímabilsins í Bikarkeppni UÍA
í knattspyrnu þar sem UMFB hefur titil að verja.
18.06.2015
KK Band mætir í fjörðinn núna um helgina
15.06.2015
Í sumar verða vikulegar æfingar fyrir krakkana á Borgarfirði og er stefnan á að hafa þær aðeins reglulegri og fagmannlegri en hafa verið
í vetur. Gréta Sóley Arngrímsdóttir hefur tekið að sér að vera yfirþjálfari en sennilega munu einhverjir hjálpa henni
við þetta.
15.06.2015
Ungmennafélag Borgarfjarðar efnir til hátíðahalda Í tilefni þjóðhátíðardagsins.
12.06.2015
Ágætu
Borgfirðingar! Eins og þið mörg hver vitið þá stendur til að taka upp kvikmyndina Hjartastein hér í firðinum í sumar og haust.
Á sunnudaginn 14. júní á milli 10:00 – 13:00 munu framleiðendur myndarinnar vera með opnar prufur fyrir leikara í Fjarðarborg.
11.06.2015
Sumarið er byrjað í Fjarðarborg og margt spennandi framundan.
04.06.2015
Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 7. júní.
03.06.2015
Grunnskólanum var slitið 27. maí og kennarar eru þessa dagana í óða önn að ganga frá eftir veturinn og undirbúa eins og hægt er
fyrir haustið- áður en þeir fara i sumarfrí. Í sumar stendur til að lagfæra ýmislegt, til dæmis, taka til, mála Rifið
(miðrýmið) og bæta hljóðvistina í skólanum og aðbúnað okkar með því lagfæra gólf. Þær
framkvæmdir fara á fullt þegar leikskólinn fer í sumarfrí í júlí.
Grunnskólahald hefst á ný 17. ágúst með sundnámskeiði nemenda á Egilsstöðum og skólasetningu kl. 15:30 en 10. og 11
ágúst munu kennarar heimsækja nemendur og foreldra til að ræða um starf komandi vetrar.
Leikskólinn hefst eftir sumarfrí 5. ágúst.
Glærur frá skólasetnignu má nú finna á heimasíðunni undir tenglar.