Fréttir

Áhöfnin á Húna á Borgarfirði núna á fimmtudaginn

Áhöfnin á Húna verður með tónleika á Borgarfirði núna á fimmtudaginn og er mikil eftirvænting í firðinum fyrir komu þessara snillinga. Við vonum að sem flestir láti sjá sig og bjóði þau hjartanlega velkomin og styrki í leiðinni slysavarnarasveitina okkar. Að loknum tónleikum verður svo rífandi stemning í Fjarðarborg eitthvað fram eftir kvöldi þar sem Magni & the Hafthors ætla að telja í nokkru vel valin lög.

Íþróttaæfingar fyrir börn í sumar

Ungmennafélag Borgarfjarðar ætlar að bjóða upp á íþróttaæfingar fyrir börn á aldrinum 5-16 ára í sumar.

Jónas og Valdimar aftur væntanlegir í Fjarðarborg

Þá er komið að fyrstu stórtónleikum sumarsins hjá Já Sæll í Fjarðarborg. Við byrjum þetta með stæl og bjóðum á svið okkar allra besta vin, Jónas Sigurðsson ásamt snillingnum Valdimar Guðmundssyni. Þeir félagar voru með stórbrotna tónleika í Tónleikamaraþoni Jónasar síðastliðið sumar og vegna fjölda áskoranna ætla þeir að endurtaka leikinn föstudaginn 28. júní.

17. júní hátíðarhöld á Borgarfirði 2013

Við hjá UMFB ætlum að efna til hátíðarhalda nú á mánudaginn og fagna þjóðhátíðardeginum með stæl. Við vonum að sem flestir komi til með að mæta í rífandi stuði. Dagskráin verður á þennan veg:

Kaffihlaðborð á 17. Júní í Álfheimum

Þann 17. Júní bjóða Álfheimar uppá kaffihlaðborð frá kl. 15:00 - 17:00.


Félagsvist í Álfacafé og Tölvu-Bangsi kynntur

Nú á föstudaginn (14. júní) ætlum við að hafa spilakvöld í Álfacafé þar sem verður spiluð félagsvist. Fjörið byrjar klukkan 20:00. Væri ekki tilvalið að kom og fá sér súpu og grípa svo í spil?

Jónas og Lúðrasveit Þorlákshafnar í Fjarðarborg fyrir Bræðslu

Þá er komið að því að kynna opinberlega fyrsta Off-Venue viðburðin fyrir Bræðsluna, og það er ekki nein smá númer sem munu troða upp á fimmtudagsforleiknum í Fjarðarborg þetta árið.

Handverksvinnsla á fullu í gamla leikskólanum

Undanfarið hefur Bryndís Snjólfs verið að vinna og þróa handverksvörur á verkstæði sínu í gamla leikskólanum og verður þar opið í sumar fyrir gesti og gangandi sem vilja koma, skoða og versla alvöru handunnar vörur.

Musterið í Blábjörgum

Á neðri hæð Blábjarga er nú verið að legga lokahönd stórglæsilegt vellíðunarsvæði, eða SPA eins og það er oft kallað. Í fyrra var sett upp flott aðstaða inni í húsinu, en núna í vikunni var verið að setja upp glæsilegt gufubað og útipott á nýjan pall fyrir utan húsið.

Sjómannadagurinn og Bláfáninn

Nú á sunnudaginn héldum við Borgfirðingar sjámannadaginn hátíðlegan og heiðruðum þannig sjómenn okkar lifandi og liðna. Veðrið var hreint út sagt frábært og mesta mæting í áraraðir út í Höfn.