Fréttir

Vegagerð í Njarðvíkinni

Vegagerð er nú á fullu í Njarðvík og eru það Þrastarungarnir hjá Þ.S. verktökum sem eru þar við störf.

Veraldarvinir í firðinum

Veraldarvinir dvöldu í upphafi júní mánaðar í 2 vikur á Borgarfirði og létu til sín í umhverfismálum og lóðaframkvæmdum við Álfheima.

Jónas Sig með tónleikaröð á Borgarfirði í sumar

Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson er á leiðinni í fjörðinn og ætlar aldeilis að rífa upp menningarlífið í firðinum í júlí, en hann verður með 18 tónleika í Fjarðarborg, allt fram að Bræðslu.

Arabísk hátíð í Fjarðarborg - Þúsundasta og önnur nóttin

Föstudagskvöld K.l. 20:00 Hlaðborð með arabískum réttum kr. 1800

Off Venue dagskráin í Fjarðarborg í kringum Bræðsluna

Nú er komið að því að tilkynna hvaða atriði verða í Fjarðarborg í kringum Bræðsluna 2012 og er dagskráin í ár stórglæsileg og ættu allir að finna sér eitthvað við hæfi.

Tónleikar í Álfacafé

Dætur Satans mæta í Álfacafé

Hæ hó jiibbí jei...

Þann 17. júní bjóða Álfheimar uppá kaffihlaðborð frá kl. 15:00 – 17:00

Allir á sjó, fullt af fiski og Bláfáninn á leiðinni

Sá einstæði atburður gerðist í þann 13. júní að þegar morgunhanar kíktu á vefmyndavélina við Höfnina við Hafnarhólma að enginn bátur fannst á skjánum.

Búið að opna alla fjallavegi

Í vikunni var vegurinn til Loðmundarfjarðar ruddur en jafnframt var Björn á Bakka sendur hringinn í Breiðuvík til að hreinsa vegi.

Tvö ljóð eftir Jónbjörgu Eyjólfsdóttur

Sigþrúður Sigurðardóttir, eða Þrúða frá Skriðubóli eins og við þekkjum hana flest, sendi síðunni falleg ljóð eftir móður sína, hana Jónbjörgu Eyjólfsdóttur nú fyrir stuttu. Annað ljóðið fjallar um heimasveitina en hitt um stóra steininn á Bakkamelnum fyrir ofan Réttarholt, en þar lék Jónbjörg sér oft sem krakki.