Fréttir

Myndir frá árshátíðinni

Við höfum verið óskaplega upptekin við alls konar skemmtilegt að undanförnu. Árshátíðina héldum við með pompi og prakt laugardaginn 21.mars og þótti hún afar vel heppnuð. 

720° Listaverksmiðja

Þessa dagana, 19. 29. mars stendur yfir á Borgarfirði eystri verkefni sem ber nafnið 720° - Listaverksmiðja. Að verkefninu standa fyrirtækið Já Sæll ehf og tónlistarmennirnir Jónas Sigurðsson og Ása Berglind Hjálmarsdóttir.

Árshátíð

Árshátíð Grunnskóla Borgarfjarðar eystra Árshátíð skólans verður haldin í Fjarðarborg laugardaginn 21. mars kl. 14.00.

Miðasalan á Bræðsluna er að hefast innan skamms

Þá er Bræðslan búin að tilkynna þá listamenn sem koma fram í ár og er dagskráin glæsilega að vanda. Miðasalan hefst innan skamms og því að vissara að vera tilbúin því miðarnir munu eflaust rjúka út líkt og undanfarin ár.

Leiksýning í Fjarðarborg um helgina

Núna laugardaginn 14. mars kl 16:00 sýnir Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum leikritið Klaufar og Kóngsdætur í Fjarðarborg.

Litir og ís

Þessa dagana erum við á leikskólanum að vinna með litina og vatnið.

Myndasyrpur frá byggingu gönguskálanna á Víkum og í Loðmundarfirði.

Inn á facebooksíðu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs er búið að setja inn myndir frá byggingarsögu allra skálanna á Víknaslóðum. Það er Þórhallur Þorsteinsson fósturfaðir skálanna sem tók flestar myndirnar og sýna þær á skemmtilegan hátt það mikla starf sem Héraðsmenn og Borgfirðingar hafa í sameiningu unnið á svæðinu.

Ketillinn í Bræðslunni

Borgarfjarðarvefnum barst skemmtilegt bréf frá Guðlaugi Ingasyni sem var áður fyrr verksmiðjustjóri í Sildarverksmiðju Borgarfjarðar. Þar segir hann söguna á bakvið ketilinn sem nú stendur við hlið Bræðslunnar. Einnig sendi hann okkur gamlar myndir sem gaman er að skoða frá þessum árum.

Heppin við

Við duttum aldeilis í lukkupottinn í skólanum í dag en Þórey Eiríksdóttir fyrrum kennari við skólann og börnin hennar þau Atli og Arna gáfu okkur þythokkíborð. Nemendur voru að vonum ánægðir með þessa viðbót við framboð af leiktækjum og hlakka til spennandi ánægjustunda. Hver veit nema að þythokkímót verði sett upp í næstu bekkjarsamveru.    Á myndinni sem því miður er aðeins hreyfð, má sjá nemendur í skólanum í dag og eru þeir með skegg í tilefni af mottumars.   Kærar þakkir Þórey, Atli og Arna 

Árshátíð myndir

Við höfum verið óskaplega upptekin við alls konar skemmtilegt að undanförnu. Árshátíðina héldum við með pompi og prakt síðast liðinn laugardag og þótti hún afar vel heppnuð foreldrar bökuðu kræsingar og stóðu vaktina í eldhúsinu.