28.11.2014
Á miðvikudaginn var landað þúsundasta tonninu á Borgarfirði á þessu almanaksári.
21.11.2014
Í morgun barst okkur gjöf frá tveimur feðrum í foreldrahópnum þegar Helgi Hlynur kom með unga gaddaskötu, kuðungakrabba og fleiri
lífverur í plastkassa, lifverur sem hann og Jón Sigmar höfðu dregið úr sjónum í gær til að sýna okkur.
21.11.2014
Hunda- og kattaeigendur athugið!
14.11.2014
Eins og mörgum er kunnugt um eru tímar á stundaskrá hjá okkur sem kallast söngur og samskipti. Tvisvar (eldri deild) eða þrisvar
(miðstig og yngsta) í viku í þessum tímum koma nemendur saman í miðrýminu meðal annars til að syngja en einnig til að þjálfa
samskiptafærnina. Á miðvikudögum eru tímarnir skipulagðir þannig að til okkar koma gestir. Til dæmis er á dagskrá í vetur að
bjóða foreldrum í heimsókn til að segja frá skólgöngu sinni og minnisstæðum atburðum úr æskunni en einnig fáum
við til okkar aðra gesti.
12.11.2014
Í gær fórum við á leikskólanum niður að Álfaborg í leit að álfastrákum og stelpum til að leika við.
12.11.2014
Námskeið í Ayur Veda heilsufræðum verður haldið laugardaginn 22. nóvember frá kl. 11:00 – 17:00 á Borgarfirði á
Álfheimum. Ayur Veda er mjög yfirgripsmikil fræði sem snerta öll svið mannlegs lífs. Þau kenna fyrst og fremst hvernig við höldum
jafnvægi með skynsamlegum lífsstíl og hvernig við getum hægt á öldrun, aukið orku og gleði með hreinsun og eflingu huga og
líkama.
07.11.2014
Í dag steyptu nemendur 1.-5. bekkjar tólgarkerti og bjuggu til kökur úr tólg og reyniberjum til að gefa fuglunum í vetur. Tólgarkertin voru steypt
í dósir undan kertunum sem við kveiktum á við Álfaborgina í fyrra en meiningin er að nýta þessi heimagerðu ljós á
aðventunni þegar kveikt verður upp hjá álfunum.
Hér má sjá myndir af þessari tilraunastarfsemi okkar.
04.11.2014
Umhverfisráð grunnskólans sendi inn beiðni til sveitastjórnar um daginn
03.11.2014
Nú á laugardaginn gerði mikið vatnsveður hérna á Borgarfirði með þeim afleiðingum að stór aurskriða hljóp af stað
rétt innan við Sesseljuhamra milli Grundar og Hólalands.