01.07.2011
Hún er ekkert sérstaklega falleg sjónin sem blasir við manni rétt utan við ölduhamarinn, en þar hefur rekið að landi Búrhvalstarf.
Hvalurinn sést vel ef maður labbar spölkorn frá veginum mitt á milli Kolbeinsfjöru og endurvarpsmastursins.
01.07.2011
Pubquis hjá Já Sæll Ehf Fjarðarborg á laugardagskvöld! Ásta Hlín Magnúsdóttir og Eyrún Hrefna Helgadóttir verða
á spyrilsbuxunum og bera þar upp áleitnar spurningar um lífið og tilveruna. Skúli Sveinsson sem rekur Gistiheimilið Borg verður hinsvegar í
sparibuxunum og afgreiðir bjór fram eftir nóttu. Upphitun hefst kl. 22:00 og keppnin um hálftíma síðar. Allir velkomnir meðan húsrúm
leyfir
29.06.2011
Brotajárnspressa frá Furu ehf. verður staðsett á Borgarfirði 4-8 júlí.
Fjarlægður verður haugur úr námu við flugvöll og því svæði lokað sem brotajárnssvæði. Brotajárnsgámur
verður staðsettur í nágrenni Áhaldahúss eftirleiðis.
27.06.2011
Þessa dagana er verið að vinna að skilti sem á að koma út í Skriður, en þar er fjallað um Skriðunar og söguna um
óvættinn Nadda.
27.06.2011
Karl Sveinsson, útgerðarmaður á Borgarfirði, fékk hvatningarverðlaun Þróunarfélags Austurlands þegar þau voru afhent fyrir
skemmstu. Karl hefur stundað útgerð á Borgarfirði í 35 ár en hann hefur einnig spreytt sig í öðrum atvinnugreinum, til dæmis
gæsarækt og kaffihúsarekstri.
27.06.2011
Miðvikudaginn 6. júlí verður hópur danskra þjóðdansara á ferð á Borgarfirði.Þetta er 30 manna hópur frá
Fjóni, hópurinn kennir sig við bæinn Gudbjerg og heitir “Gudbjerg folkedansere”
23.06.2011
Í tilefni skyndilegrar öldrunar minnar býð ég öllum Borgfirðingum, gestum og gangandi á dansleik í Fjarðarborg frá miðnætti
laugardagskvöldið 25. júní og fram eftir nóttu. Endilega látið sjá ykkur!
Baddi í Árbæ
22.06.2011
Í vel verðveittri videóspóluhilli í Sætúni leyndist þessi upptaka sem er frá því seint á síðastliðinni
öld, eða frá árinu 1991.
20.06.2011
Nú standa til á næstunni í það minnsta tveir tónlistarviðburðir í Álfacafé. Fyrst bera að nefna huggulega kvöldstund
með Dætrum Satans og svo tónleikar með Bergþóri Páls og félögum á fimmtudeginum fyrir Bræðsluhelgina.
18.06.2011
Gistiheimilið Blábjörg opnaði formlega í dag og vill fréttasíðan óska eigendum þess hjartanlega til hamingju. Fréttamaður var ekki
við opnunina í dag en mun mæta með myndavél næstu daga og sína lesendum síðunnar allt þarna inni.