Fréttir

Íbúð komin í útleigu hjá Blábjörgum

Nú í sumar voru teknar í notkun 3 íbúðir í gamla vinnslusalnum í frystihúsinu.

Hestamennska hjá eldri nemendum

Nemendum í eldri deild grunnskólans langar til að vita margt um íslenska hestinn. Til dæmis hvað hann getur orðið gamall, hver uppruni hans er, hver meðalhæð hesta sé og hve meðganga er löng.

Fuglaskoðun

Vikuna sem grunnskólabörnin voru á sundnámsskeiði á Egilsstöðum var rólegt hjá okkur á leikskólanum. 

UMFB vann Launaflsbikarinn 2014

Stórsnillingarnir okkar í UMFB gerðu sér lítið fyrir og sigruðu utandeildina þetta sumarið. Þeir tryggðu titilinn með því að vinna Val á Reyðarfirði 0-7.

Berjaferð

Leikskólinn  tók til starfa aftur eftir sumarfrí 7. ágúst.

Síðsumarstónleikar í Loðmundarfirði

Þá fer að styttist í síðsumarstónleikana í Loðmundarfirði, en þeir verða haldnir laugardaginn 30. ágúst við skála Ferðafélagsins kl 19:30. Í fyrra neyddumst við til þess að fella þá niður vegna veðurs, en þá áttu einmitt þessir snillingar Jón Ólafsson og Eyjólfur Kristjánsson að koma fram. Þeir vildu ólmir reyna aftur og er það mikið gleðiefni að tilkynna um það að þeir ætla að reyna aftur.

Skólabyrjun

Næstkomandi mánudag, þann 18. ágúst hefst skólastarf í grunnskólanum hjá okkur með sundnámskeiði á Egilsstöðum og skólasetningu. Nemendur fara með áætlunarbílnum klukkan 08:00 en við, nemendur, kennarar og foreldrar hittumst öll og setjum skólann þegar nemendur koma heim þennan dag um 15:30. Eins og sést á myndinni er ýmiss undirbúningur hafinn en hér eru krakkarnir í leikskólanum og frístund að fegra stofuna sína. Leikskóli hófst 7. ágúst og frístundarkrakkarnir mættu til leiks í þessari viku.

Kvennagönguferð til Breiðuvíkur um helgina

Kvennaferð er fyrirhuguð til Breiðuvíkur þann 16. ágúst, gist í eina nótt og gengið til Borgarfjarðar daginn eftir. Ef veður verður gott verður gengið um Brúnavík frá Borgarfirði og þaðan til Breiðuvíkur. Daginn eftir verður gengið inn Breiðuvík og yfir Víknaheiði til Borgarfjarðar.

UMFB á stóran möguleika á titlinum í Launaflsbikarnum 2014

Næstkomandi Laugardag klukkan 14.00 mun UMFB leika einn af mikilvægustu leikjum sem liðið hefur leikið síðan það hóf þáttöku í utandeildinni á Austurlandi.  Liðið ferðast þá til Reyðarfjarðar til að mæta Val Reyðarfirði.