Fréttir

Jólastúss

Hér í skólanum höfum við verið að jólastússast

Ljósaganga á aðventu.

Miðvikudaginn 17. desember var fallegt og gott veður í fagra firðinum okkar.

Litlu-jól

Nú er tæp vika til litlu-jólanna í skólanum og ýmislegt sem er framundan. Þrátt fyrir ofankomu og smávegis vind í kortunum stefnum við á að halda okkar striki. Spáin lítur ekki  illa út með morgni (þriðjudag), þrátt fyrir að sumir nemendur gætu orðið eitthvað seinir vegna ófærðar. Ef skólafall verður mun verða hringt í foreldra um klukkan 7:30. Restin af vikunni lítur bærilega út hvað veður snertir.  

Skólfall mánudaginn 15.desember

Vegna vonskuveðurs og ófærðar fellur allt skólahald niður í grunn- og  leikskólanum í dag mánudaginn 15.12.2014.   Nú er úti norðanvindur, nú er hvítur Dyrfjallstindur, ef ég ætti úti kindur, myndi ég setja þær allar inn, elsku besti vinur minn.   ……………… og það eru ekki bara kindurnar sem gott er að hafa inni í dag. Við hittumst sennilega öll hress og kát í skólanum á morgun ..... og þá verður ýmislegt æft! 

Laust starf

Grunnskóli Borgarfjarðar eystra auglýsir eftir kennara  Grunnskólinn á Borgarfirði eystra er heimilislegur samkennsluskóli sem rekinn er í samstarfi við leikskóla og frístund. Í skólanum eru nú 16 nemendur í 2.-9. bekk.  Einkenni skólans sem við hlúum sérstaklega að eru sjálfbærni og góð tengsl við grenndarsamfélagið, sögu þess og menningu. Við erum m.a. Grænfánaskóli og leggjum áherslu á umhverfisvitund og útikennslu ásamt rými fyrir skapandi starf og sveigjanlega kennsluhætti.  

Skólafall mánudaginn 15. desember 2014

  Vegna vonskuveðurs og ófærðar fellur allt skólahald niður í  grunn- og leikskólanum í dag mánudaginn 15.12.2014.     Nú er úti norðanvindur, nú er hvítur Dyrfjallstindur, ef ég ætti úti kindur, myndi ég setja þær allar inn, elsku besti vinur minn.   ……………… og það eru ekki bara kindurnar sem gott er að hafa inni í dag. Við hittumst öll hress og kát í skólanum á morgun..... og þá verður ýmislegt æft!