Fréttir

Listamenn Bræðslunnar 2016

Tónlistarhátíðin Bræðslan fer fram hérna á Borgarfirði eystra laugardagskvöldið 23. júlí. Dagskrá hátíðarinnar liggur nú fyrir og segja má að hún sé alþjóðlegri en oft áður, en þrír erlendir listamenn koma fram þetta árið. 

Framkvæmdir við Blábjörg

Nú stendur mikið til!

Nýr hreppsbíll

Jón Sveitastjóri fór í verslunarferð í Hérað með ávísanahefti Borgarfjarðarhrepps!

Dagur stærðfræðinnar og dagur leikskólans

Líkt og undanfarin ár héldum við dag leikskólans og dag stærðfræðinnar hátíðlegan með því að vinna að skemmtilegu stærðfræðiverkefni þvert á skólastigin í grunn- og leikskólanum. Í ár tókum við fyrir mynstur sem þema, nemendur unnu að þökun og flutningi með ýmsum geómetrískum formum. Unnu sitt eigið verk sem síðan varð hluti af stóru verki sem nú prýðir miðrými skólans. Þarna fór saman samþætting myndlistar og stærðfræði og blanda af einstaklingssnámi og samvinnunámi. 

Sleðaferð

Við skelltum okkur í sleðaferð og renndum okkur niður Hvolshólinn af miklum móði fimmtudaginn 4.febrúar.  Nemendur höfðu með sér nesti að heiman og heitt kakó sem þau útbjuggu í heimilisfræði þá um morguninn. Yndislegur náttúrudagur hjá flottu krökkunum og kennurunum í grunn- og leikskólanum!

Bíllaus dagur

Á morgun, miðvikudag, er bíllaus dagur hjá okkur. Bíllaus dagur er hugmynd sem kom fram hjá nemendum í haust á "Grænfánadeginum".

Áhaldahúsið fær nýjan bíl

Jón Sveitastjóri fór í verslunarferð í Hérað með ávísanahefti Borgarfjarðarhrepps.