Fréttir

Flugeldasala Sveinunga

Flugeldasala Sveinunga verður dagana:  29. desember kl. 20.00 - 21.00.  30. desember kl. 14.00 - 15.00 og 20.00 - 21.00  31. desember kl. 11.00 - 12.00

Gönguferð í Lobbuhrauni

Einn æðslegan veðurdag í desember fóru nemendur og kennarar grunn- og leikskólans í tveggja tíma gönguferð í Lobbuhraun. Sagðar voru sögur og nýfallinn snjórinn mótaður til að búa til enn fleiri kynjamyndindir í þessari dásamlegu náttúruperlu.Hér má sjá myndir 

Litlu jólin

Litlu jólin verða haldin hátíðleg með skemmtidagsskrá, jólaballi og kaffi á vegum foreldrafélagsins síðasta skóladaginn á árinu:  fimmtudaginn 17. desember kl. 18:00 í Fjarðarborg.Þemað þetta árið eru þau Grýla og Leppalúði. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Skólastarf í leik- og grunnskólanum hefst að loknu jólaríi, þriðjudaginn 5.janúar, samkvæmt stundaskrá.

Gaman í desember

Margar hefðir hafa skapast í skólanum í gegnum tíðina og desembermánuði fylgir heilmikið jólastúss hjá okkur. Við byrjuðum að æfa dagskrá fyrir Litlu jólin í vikunni, en þemað í ár eru heiðurshjónin Grýla og Leppalúði.

Aðalfundur Framfarafélags Borgarfjarðar

Boðað er til aðalfundar Framfarafélags Borgarfjarðar á Álfheimum föstudaginn 18. desember kl 18:00. Áður en formlegur fundur hefst verður pizzuhlaðborð í boði Framfarafélagsins.

Tónlist í leikskóla

Í vetur hafa nemendur leikskólans sótt tónlistartíma 

ATH! Tombólu frestað til morguns!

Tombólan og önnur fjáröflun sem vera átti í dag í grunnskólanum frestast til morguns, vegna veðurs. Viðburðurinn verður því kl. 17:30 á morgun, fimmtudag 3. desember.Hlökkum til að sjá ykkur,Nemendur og starfsfólk grunnskólans

Útprentanir á ljósmyndum til sölu

Undanfarið hef ég (Hafþór Snjólfur) verið að taka töluvert af myndum heima á Borgarfirði og næsta nágrenni og mig langar að bjóða útprentanir til sölu ef einhver hefur áhuga á því að eignast eintak í fullum gæðu. Myndirnar koma í stærðinni 21x30 og eru prentaðar hjá Myndsmiðjunni á Egilsstöðum í frábærum gæðum, límdar á karton og koma lokuðum plastvasa.