Fréttir

Edda Heiðrún Backman með myndlistarsýningu í Vinaminni

Myndlistarkonan Edda Heiðrún Back er þessa dagana með myndlistarsýningu á Borgarfirði sem ber nafnið Gengilbeinur háloftanna. Sýningin er í Vinaminni og þar er opið frá 14-17 fram til 4. ágúst

Verslunarmannahelgin á Borgarfirði

Þá er Bræðslan liðin, en ennþá er nóg um að vera í firðinum og sumarið langt í frá að verða búið.

Mikið um að vera í Fjarðarborg um helgina

Það er mikið framundan í Fjarðarborg um helgina sem við viljum að allir Borgfirðinar viti af og geti frætt gesti sína um.

Jónas Sig & Ritvélarnar á föstudaginn á Borgarfirði

Jónas er á leiðinni heim á Borgarfjörð og í tilefni þess verða stórtónleikar í fjarðarborg næsta föstudag.

Gengin spor eftir Bjarna Steinsson.

Föstudaginn 18. júlí næstkomandi kl. 20:00 er ljóðahátíð í Fjarðarborg á Borgarfirði eystra, fyrir tónleika Creedence Travellin band. Þá kemur út ljóðabókin Gengin spor eftir Bjarna Steinsson

Borgfirðingar og allir aðrir vinir Bræðslunnar athugið!!!

Bræðslan fer fram á Borgarfirði laugardaginn 26. júlí nk. Þann sama dag, eftir hádegi, verður útimarkaður við Fjarðarborg. Ýmislegt annað skemmtilegt verður á döfinni á sama tíma, fótboltaleikur, útitónleikar og fleira sem kynnt verður síðar.

Stækkað veitingarými í Álfacafé

Nú fyrir örfáum dögum opnuðu þau Kalli og Maggi inn í nýtt veitingarými í Álfacafé.

Ný íbúð afhent á Borgarfirði

Það er stór dagur í dag á Borgarfirði, en núna rétt áðan var fyrsta nýja íbúðin afhent eigendum, en ótal mörg ár eru síðan það gerðist seinast.

Búið að opna niður á Víkur og í Loðmundarfjörð

Ármann Halldórs var á ýtunni í allan dag að brasa og gekk vel og því er það okkur mikil ánægja að tilkynna að allir vegir eru hér með opnir niður á víkur og til Loðmundarfjarðar. ATH! Ófært yfir Gagnheiðina til þess að byrja með vegna hálku, en það ætti að bráðna fljótlega. Víknaheiðin er fær.

Nýtt almenningssalerni

Borgarfjarðarhreppur keypti salernisgám núna í vor. Búið er að koma honum fyrir og tengja og er hann tilbúinn til notkunar.