01.10.2014
Ferðamálahópur Borgarfjarðar boðar til fundar á Álfheimum miðvikudaginn 8. október klukkan 20:00
Allir velkomnir og sérstaklega nýir félagar sem vilja starfa með okkur.
01.10.2014
Á vef Ferðamálastofu kemur fram að út er komin skýrsla um verkefnið Íslenskir þjóðstígar. Viðfangsefni þessa
verkefnisins er að móta stefnu fyrir íslenskt þjóðstígakerfi en innan þess verða vinsælustu gönguleiðir landsins.
01.10.2014
Dagana 11.-12.október verður haldið menntaþing á Borgarfirði eystra. Tilgangur þingsins er að skapa umræðu um jafnréttis- og
skólamál og kynna um leið áherslur sem samræmast stefnu Grunnskólans á Borgarfirði eystra.
26.09.2014
Í september er búið að landa 322 tonnum af fiski í Borgarfjarðarhöfn, af 18 bátum. Sjö af þessum bátum koma frá norðurlandi
og hafa gert út frá Borgarfirði í tæpar 3 vikur og svo villtist inn bátur frá Fáskrúðsfirði einn dag. Allir þessir
aðkomubátar veiða á handfæri nema einn sem skipti yfir í línutrekt.
02.09.2014
Það er okkur sannur heiður að tilkynna um frábæra tónleika sem verða núna í september í Fjarðarborg með gítarsnillingnum
Birni Thoroddsen.