01.06.2013
Já Sæll - Fjarðarborg opnaði í gærkvöldi en þar var sérstök móttaka fyrir fastagesti í gær klukkan 00:00 þegar
þeir fengu húsið afhent.
01.06.2013
Þeir Hörður smiður af héraði og Bjössi á Bakka vinna nú hörðum höndum að því að klára glæsilegan
sólpall við gistiheimilið Blábjörg.
28.05.2013
Bláfánaafhending verður á slaginu 13:00 og síðan haldið í skemmtisiglingu. Eftir hana tekur við stórglæsileg skemmtidagskrá
í umsjón heimamanna.
Kaffihlaðborð Slysavarnarsveitarinnar Sveinunga hefst í Fjarðarborg eftir skemmtidagskrá
28.05.2013
Vor- og þemadagar voru í skólanum síðustu vikuna fyrir sumarfrí.
28.05.2013
Í síðustu viku afhenti fulltrúi slysavarnarsveitarinnar Sveinunga Grunnskólanum fjögur endurskinsvesti handa yngstu nemendum skólans. Helga og nemendum
vorskólans veittu þeim viðtöku úr hendi Helgu Bjargar sem, ásamt Steinunni, heimsótti okkur á þemadögum skólans. Þökkum
við Sveinunga kærlega fyrir þessa gjöf, en hún mun koma að góðum notum þegar farið er í vettvangsferðir með yngstu
nemendurna. Hérna má sjá myndir frá afhendingunni.
27.05.2013
Þriðjudaginn 28. maí er áhugafólk um framtíð Borgarfjarðar er boðað á fund í
Álfheimum kl 20:30
24.05.2013
Þrátt fyrir samdrátt undanfarinna ára og áratuga, þá eigum við bullandi möguleika hérna á Borgarfirði til að blása
til sóknar í atvinnu- og byggðamálum, en eitt stærsta vandamálið sem við stöndum frammi fyrir er að það eru nær engar lausar
íbúðir í boði á staðnum.
24.05.2013
Þetta stutta myndband var tekið í nótt með svokallaðri TimeLapse myndatöku. Myndvélin tekur ramma á 10 sekúnda fresti og útkoman er
bara nokkuð flott.
16.05.2013
Nú hefur ferðaþjónustan Álfheimar opnað nýja heimsíðu fyrir erlendan markað og unnið að annari vinnu í hönnun á
kynningarefni. Á þessari nýju síðu er að finna upplýsingar um gistingu, þjónustu og þær náttúrutengdu upplifanir sem
hægt er að kaupa hjá þessu vaxandi fyrirtæki.
16.05.2013
Sumarið er alveg að skella á og þá opnar Álfacafé að venju fyrst veitingastaða í þorpinu. Það er opið nú til að
byrja með frá klukkan 10:00 - 18:00.