31.05.2014
Úrslit sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014
30.05.2014
Aðalfundur Sveinunga verður haldinn föstudaginn 6. júní kl. 20.00.
28.05.2014
Ungmennafélagið og Slysavarnarfélagið standa saman að stórglæsilegri dagskrá á sjómannadaginn á Borgarfirði eins og allir
bjuggust sennilega við.
22.05.2014
Nú síðastliðna helgi var stór stund hjá yngstu meðlimum UMFB en þá var haldið í Fjarðarbyggð til að taka þátt
í fótboltamóti, en þetta er í fyrsta skiptið í langan tíma þar sem UMFB heiðrar svona mót með nærveru sinni.
19.05.2014
„Opið hús“ um fjarnám og fræðslumál í Álfacafé, Borgarfirði fimmtudaginn 22. maí. kl. 12-13. Boðið
uppá súpu og brauð.
Dagskrá:
• Kynning á framboði fjarnáms veturinn 2014-2015
• Þjónusta varðandi símenntun, háskólanám og rannsóknir
Verkefnastjóri vaxtarsamnings verður einnig á staðnum.
Allir velkomnir
Austurbrú
19.05.2014
Grunnskólinn á Borgarfirði eystra er heimilislegur
samkennsluskóli sem rekinn er í samstarfi við leikskóla og frístund. Í skólanum næsta vetur verða 15 nemendur í 1.-10.
bekk og 3 – 5 börn í leikskólanum. Frístund er rekin í leikskóla. Við erum komin vel á veg með að aðlaga
starfið að nýrri aðalnámsskrá og mun samþætting námsgreina og útikennsla fá aukið rými í skólastarfinu.
Einkenni skólans sem við hlúum sérstaklega að eru sviðslistir, sjálfbærni og góð tengsl við grenndarsamfélagið, sögu
þess og menningu. Við erum Grænfánaskóli og leggjum áherslu á umhverfisvitund og útikennslu ásamt rými fyrir skapandi starf. Á
næsta skólári stefnum við að því að vinna sem heilsueflandi grunnskóli. Við gerum okkur grein fyrir að skólinn er
lykilþáttur í íbúaþróun á Borgarfirði og þess vegna leitum við eftir skapandi og dugmiklu fólki sem vill hjálpa okkur
að snúa vörn í sókn og vinna uppbyggilega að jákvæðu skólasamfélagi.
Okkur vantar kennara til að sinna ýmsum greinum og
sérkennslu á elsta- og miðstigi. Meðal kennslugreina sem kæmu til greina eru utan sérkennslu í íslensku og stærðfræði er
íslenska, sviðslistir, náttúrufræði, samfélagsgreinar, íþróttir og tungumál í öllum
bekkjum, jafnvel myndlist og heimilifræði, samtals 1,4 -1,5 stöðugildi.
Menntun, reynsla og metnaður:
· Grunnskólakennari með leyfisbréf til kennslu eða kennaranemar í
fjarnámi ganga fyrir öðrum umsækjendum
· Kennslureynsla er kostur, einnig þeir sem hafa reynslu af
útikennslu og samþættingu námsgreina
· Samstarfsvilji með fullorðnum og börnum
nauðsynlegur
· Áhugi á að vinna að uppbyggingu skóla og
skólasamfélags
· Jákvætt hugarfar, ábyrgðarkennd, dugnaður
og fagleg vinnubrögð ásamt áhuga á að samþætta námsgreinar er nokkuð sem umsækjendur þurfa að hafa metnað fyrir
· Aðeins reglusamir einstaklingar koma til greina
Umsækjendur skulu sýna fram á hreint sakavottorð eða veita heimild fyrir
upplýsingaöflun úr sakaskrá.
Ljósrit af leyfisbréfi eða prófgráðum eða
staðfesting á námi skal fylgja umsókn.
Umsóknarfrestur er (framlengdur) til 14.
júní 2014.
Áhugasamir hafi samband við
Svandísi Egilsdóttur skólastjóra í
síma 472-9938 eða 7717217
Umsókn ásamt meðmælum sendist
til: Skólastjóri Svandís Egilsdóttir, Grunnskóla Borgarfjarðar eystra, 720
Borgarfjörður, eða skolastjorigbe@ismennt.is
Við hlökkum til að heyra frá þér.
16.05.2014
Flokkunardagur í boði grunnskólans!
Við, nemendurnir í skólanum, ætlum mánudaginn 19. maí nk. að ganga á milli húsa og safna endurvinnanlegu rusli.
07.05.2014
Vikan fyrir páska var valvika hér í skólanum.
06.05.2014
„Þetta er met, það tók einungis 40 mínútur að seljast upp á Bræðsluna,“ segir Magni
Bræðslustjóri en miðasala á hátíðina hófst klukkan 10.00 í morgun og voru allir miðarnir seldir klukkan 10.40.
19.05.2014
- einstakt tækifæri
-
Grunnskóli Borgarfjarðar eystra auglýsir eftir kennurum og
leikskólakennara
Grunnskólinn á Borgarfirði eystra er heimilislegur
samkennsluskóli sem rekinn er í samstarfi við leikskóla og frístund. Í skólanum næsta vetur verða 15 nemendur í 1.-10.
bekk og 3 – 5 börn í leikskólanum. Frístund er rekin í leikskóla. Við erum komin vel á veg með að aðlaga
starfið að nýrri aðalnámsskrá og mun samþætting námsgreina og útikennsla fá aukið rými í skólastarfinu.
Einkenni skólans sem við hlúum sérstaklega að eru sviðslistir, sjálfbærni og góð tengsl við grenndarsamfélagið, sögu
þess og menningu. Við erum Grænfánaskóli og leggjum áherslu á umhverfisvitund og útikennslu ásamt rými fyrir skapandi starf. Á
næsta skólári stefnum við að því að vinna sem heilsueflandi grunnskóli. Við gerum okkur grein fyrir að skólinn er
lykilþáttur í íbúaþróun á Borgarfirði og þess vegna leitum við eftir skapandi og dugmiklu fólki sem vill hjálpa okkur
að snúa vörn í sókn og vinna uppbyggilega að jákvæðu skólasamfélagi.
Okkur vantar umsjónarkennara fyrir kraftmikla nemendur í 1.-4.bekk. Þar fyrir utan auglýsum við eftir kennurum til að sinna ýmsum öðrum greinum og sérkennslu á elsta og yngsta stigi.
Meðal kennslugreina er stærðfræði í elstu bekkjum, sviðslistir, náttúrufræði, samfélagsgreinar
og jafnvel tungumál í öllum bekkjum, samtals 2,4 -2,5 stöðugildi.
Auk þess er hér með auglýst laus 80 % staða leikskólakennara frá og með
1. ágúst. í leikskóladeildinni.
Menntun, reynsla og metnaður:
· Grunnskólakennari með leyfisbréf til kennslu eða kennaranemar
í fjarnámi ganga fyrir öðrum umsækjendum (Leikskólakennari þar sem það á við)
· Kennslureynsla er kostur, einnig þeir sem hafa reynslu af útikennslu og
samþættingu námsgreina
· Samstarfsvilji með fullorðnum og börnum nauðsynlegur
· Áhugi á að vinna að uppbyggingu skóla og
skólasamfélags
· Jákvætt hugarfar, ábyrgðarkennd, dugnaður og fagleg
vinnubrögð ásamt áhuga á að samþætta námsgreinar er nokkuð sem umsækjendur þurfa að hafa metnað fyrir
· Aðeins reglusamir einstaklingar koma til greina
Umsækjendur skulu sýna fram á hreint sakavottorð eða veita heimild fyrir
upplýsingaöflun úr sakaskrá.
Ljósrit af leyfisbréfi eða prófgráðum eða staðfesting á námi
skal fylgja umsókn.
Umsóknarfrestur er til 30. maí 2014.
Áhugasamir hafi samband við
Svandísi Egilsdóttur skólastjóra í síma 472-9938 eða
7717217
Umsókn ásamt meðmælum sendist til: Skólastjóri
Svandís Egilsdóttir, Grunnskóla Borgarfjarðar eystra, 720 Borgarfjörður, eða skolastjorigbe@ismennt.is
Við hlökkum til að heyra frá þér.