30.07.2013
Eins og venjulega höldum við Álfaborgarsjens um Verslunarmannahelgina og er dagskráin tilbúin fyrir þetta árið
ATH! Búið að bæta við pönnukökuboði í garðinum við Lindarbakka á sunnudaginn
29.07.2013
Þá er Bræðsla ársins yfirstaðin og ekki hægt að segja annað en að allt hafi gengið eins og í sögu.
24.07.2013
Miðvikudagskvöldið 17. júlí var stofnfundur Framfarafélags Borgarfjarðar haldinn í
Fjarðarborg. Fundurinn var vel sóttur og eru stofnfélagar um 45 talsins. Unt verður að gerast stofnfélagi í gegnum tölvupóst fram til 15
ágúst.
20.07.2013
Jæja, þá er heildardagskráin tilbúin fyrir Bræðsluna og viðburði í kringum hana. Góða Bræðslu og skemmtum okkur fallega.
16.07.2013
Nyjar vörur komnar í Gallerí Réttin, afsláttur af völdum hönnunarvörum.
Verið velkomin.
15.07.2013
Söngskemmtun í Álfacafé fimmtudaginn 25. júlí kl. 20.30. Eins og undanfarin ár verður söngskemmtun í Álfacafé
í upphafi Bræðsluhelgarinnar. Að þessu sinni kemur söngkvartett, skipaður þeim Garðari Thór Cortes, Gissuri Páli Gissurarsyni,
Bergþóri Pálssyni og Viðari Gunnarssyni. Jóhann G. Jóhannsson leikur á píanó.
10.07.2013
Stofnfundur félags um samfélagsþróun
Boðað hefur verið til stofnfundar í félagi um samfélagsþróun á Borgarfirði eystra. Fer fundurinn fram í Fjarðarborg
miðvikudagskvöldið 17. júlí klukkan 20:00.
08.07.2013
Messað verður í Klyppstaðarkirkju sunnudaginn 14. júlí kl 14:00
03.07.2013
Spennandi handverksnámskeið framundan á Borgarfirði
01.07.2013
Áhöfnin á Húna verður með tónleika á Borgarfirði núna á fimmtudaginn og er mikil eftirvænting í firðinum fyrir komu
þessara snillinga. Við vonum að sem flestir láti sjá sig og bjóði þau hjartanlega velkomin og styrki í leiðinni slysavarnarasveitina okkar.
Að loknum tónleikum verður svo rífandi stemning í Fjarðarborg eitthvað fram eftir kvöldi þar sem Magni & the Hafthors ætla að telja
í nokkru vel valin lög.