01.10.2014
Dagana 11.-12.október verður haldið menntaþing á Borgarfirði eystra. Tilgangur þingsins er að skapa umræðu um jafnréttis- og
skólamál og kynna um leið áherslur sem samræmast stefnu Grunnskólans á Borgarfirði eystra.
02.10.2014
Nemendur , kennarar, foreldrar og nokkrir íbúar mættu í Fjarðarborg 2.október til að eiga með nemendum og kennurum skemmtilega samverustund.
Spiluð var félagsvist venju samkvæmt en einnig gæddum við okkur á dýrindis súpu og heimabökuðu brauði sem eldri nemendur skólans
bökuðu fyrr um daginn.
Þetta kvöld var hattaþema en fyrir utan verðlaun fyrir spilamennsku voru veitt verðlaun fyrir frumlegasta hatinn.
Takk fyrir indælt kvöld öll sömul