Fréttir

Nánar um Þorrablótið

ÞORRABLÓT BORGFIRÐINGA 2016 Þorrablótið verður haldið laugardaginn 23. janúar. Húsið verður opnað á slaginu 19:19 en borðhald hefst stundvíslega klukkan 20:00. Forsala aðgöngumiða verður í Fjarðarborg á milli 13:00 og 14:00. Miðaverð: 8500 kr. Með þorrablótskveðjum – Nefndin

Grænfánagullkorn

Síðustu tvær vikur höfum við verið í heimilisfræði og umhverfisment að vinna með og fjalla um matarsóun.

Lestur er bestur

Nemendur skólans hafa verið duglegir að lesa í vetur. Daglega er yndislestrarstund hjá öllum nemendum og lesið er við hvert tækifæri.  Þegar nemandi lýkur við bók skráir hann upplýsingar um bókina og höfundinn á litla mynd af uglu. Þegar þetta er skrifað hafa duglegu lestrarhestarnir lesið í frjálslestrarbókum og heimalesti  yfir 100 bækur. Þá eru ekki taldar með allar fagbækunur sem lesnar eru í skólanum og heldur ekki þær bækur sem nemendur í yngri deild lesa fyrir leikskólabörnin í viku hverri.  Líkt og undanfarin ár munu nemendur skólans taka þátt í heimatilbúinni lestraráskorun nú í janúar. Hefst áskorunin 18. janúar og stendur til 5.febrúar.

Þorrablótstilboð á gistingu hjá Skúla Sveins á Borg

Skúli og gistiheimilið Borg bjóða upp á dúndur þorrablótstilboð á gistingu núna kringum þorrablótið. Tilvalið að koma fyrr og gefa sér tíma í firðinum.

Þorrablót Borgfirðinga 2016

Þorrablót Borgfirðinga 2016 verður haldið laugardaginn 23. janúar nk. í Fjarðarborg. Húsið opnað kl. 19:19 og borðhald hefst kl.20:00

Enginn titill

Áhaldahúsið fær nýjan bíl

Jón Sveitastjóri fór í verslunarferð í Hérað með ávísanahefti Borgarfjarðarhrepps.