Fréttir

Ferðamálahópurinn á Facebook

Ferðamálahópurinn er nú kominn með sér facebooksíðu. Smellið á linkinn og þá farið þið inn á síðuna og smellið þar á "like" þar með fáið þið allar helstu fréttir og annað úr firðinum beint inn á fésbókina ykkar.

KK með tónleika í Loðmundarfirði

Það er okkur mikill heiður að tilkynna að búið er að ákveða tónleika með snillingnum Kristjáni Kristjánssyni, eða KK eins og hann er betur þekktur í Loðmunarfirði Laugardaginn 27. ágúst.

Bræðslan, nánar um dagskrána

Jæja þá er farið að styttast í miðsöluna á Bræðsluna og hafa vinir Bræðslunnar á facebook fengið sérstakt boð um að kaupa miða í forsölu. Dagskráin lítur einstaklega vel út og ljóst að við erum að fá góða tónleika í ár eins og við var að búast af tónleikahöldurum. Hér í fréttinni er hægt að horfa á myndbönd með listamönnunum og hvetjum við alla til þess að kynna sér þá vel, sérstaklega Glen Hansard en hann hlaut Óskarsverðlaun fyrir ekki svo löngu fyrir tónlist sína. Hann hefur starfað í hinum þekkta dúett "The Swell Season" og verið forsprakki írsku sveitarinnar The Frames.

Hjálp!!! Gamlar myndir sem vantar upplýsingar um

Rannveig Þórhalls Árna Halldórs sendi mér þessar myndir í dag og vildi að fá að vita eitthvað um þær, þ.e.a.s ca. hvaða ár þetta er og hverja við gætum mögulega séð á myndunum. Geta dyggir lesendur síðunnar verið svo vinsamlegir að skrifa eitthvað um þær hér fyrir neðan. Með kærri fyrirfram þökk, fréttasíðan

Smá spekúlering varðandi íbúðamál á Borgarfirði og framtíð búsetu.

Það er ekki laust við að það sé einkennileg staða á Borgarfirði þessa dagana. Kaupfélagið er fullt af atvinnuauglýsingum og er erfitt reynist að manna störf sumarsins í firðinum nema með því að flytja inn vinnuafl utan fjarðar en í sjálfu sér ekkert nema gott um það að segja að fá nýtt fólk til fjarðarins. En þá er aftur á móti komið upp það vandamál að ekkert húsnæði er til í firðinum fyrir þá sem vilja koma hingað til þess að vinna.

Gömul mynd frá Eyrinni

Síðunni barst bréf frá Guðgeiri Ingvarssyni frá Desjarmýri sem innihélt gamla og skemmtilega mynd frá Bakkaeyrinni og texta með henni. Við eigum Guðgeiri mikið að þakka en hann hefur verið manna ötulastur að senda inn efni á síðuna. Hér má lesa bréfið frá Guðgeiri og sjá þessa skemmtilegu mynd.

Nýjar fréttir og myndir á svæði grunnskólans.

Ljósmyndakeppni Bræðslunnar 2011

Ákveðið hefur verið að framlengja frest til að senda inn myndir í ljósmyndakeppni Bræðslunnar en ekki hafa mjög margir sent inn myndir