15.11.2012
Helga Björg fór á rúntinn í vikunni og tók nokkrar myndir af þessu stórundarlega fólki sem hér má finna á
Borgarfirði.
12.11.2012
Á fimmtudaginn veður haldin félagsvist á vegum skólans í Fjarðarborg. Byrjað verður að spila kl. 18:00. Léttar veitingar í
boði. Aðgangseyrir kr. 500.-
Sjáumst hress :)
09.11.2012
Borgfirðingar vinir og vandamenn! Þá er nú komið að hinum árlega kaffidegi
Borgfirðingafélagsins en hann verður 18. nóvember í Gullsmára 13 eins og venjulega.
09.11.2012
Frábært framtak hjá Álfacafé og Gistiheimilinu Blábjörgum, en saman efna þau til menningarhelgi á Borgarfirði þar sem
áherslan er á álfa, afslöppun og afbragðsmat. Við vonum að sem allra flestir komi til með að kíkja í fjörðinn um þessi helgi
og njóta þess sem Álfacafé og Blábjörg bjóða upp á, og að sjálfsögðu að upplifa Borgarfjörð í
vetrarbúningi.
07.11.2012
Þessi síða okkar er að slá aðsóknarmet þetta árið, en nú þegar þetta er skrifað hafa 111.170 manns
heimsótt síðuna frá áramótum.
07.11.2012
Við fengum sendar þessar myndir í dag frá sveitarfélaginu, en þær tók allrahandamaðurinn Björn Skúlason á ferðinni um
daginn.
06.11.2012
Eins og margir sáu þá voru settar hér fram hugleiðingar um daginn um lélega þjónustu Símans á Borgarfirði. Við sendum
þessar hugleiðingar á þjónustufulltrúa Símans fyrir rúmum mánuði og buðum fyrirtækinu það að senda okkur
þeirra svör við þessu til þess að birta á vefnum.
02.11.2012
Við Borgfirðingar höfum alltaf borið óttablandna virðingu fyrir sjónum, enda þekkjum við vel þá gríðarlegu krafta sem
sjórinn getur leyst úr læðingi. Miðað við umræður á samfélagsmiðlum undanfarinn sólarhring, virðast þessar
veðurfræðilegu aðstæður á Borgarfirði vekja gríðarlega mikla heimþrá brottfluttra, ekki síður en myndir af
miðnætursól og sumarkyrrð.