Fréttir

Aðventan á leikskólanum

Á aðventunni var gaman og margt brallað. 

Hið árlega Nýárskaffi í Vinaminni

Hið árlega Nýárskaffi í Vinaminni verður á Nýársdag klukkan 15.00 - 17.00.Tekið verður á móti brauði frá klukkan 13.00Kaffinefndin

Flugeldar flugeldar flugeldar!!!

Flugeldasalan á Heiðinni verður sem hér segir: 29. desember frá 16.00 - 17.00 30. desember frá 16.00 - 17.00 og 20.00 - 22.00 31. desember frá 11.00 - 12.00  

Aðventugleði grunnskólans

Aðventugleði grunnskólans verður á morgun í miðrými skólans. 

Könnun á áformum markaðsaðila varðandi uppbyggingu fjarskiptainnviða

Fyrirhuguð er lagning ljósleiðara í Borgarfjarðarhreppi, sem veita á öruggt þráðbundið netsamband í dreifbýli sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að tengja öll lögheimili í sveitarfélaginu. Einnig standi eigendum frístundahúsa og fyrirtækja, sem staðsett eru í dreifbýli Borgarfjarðarhrepps, til boða að tengjast ljósleiðaranum. Gert er ráð fyrir að öllum þjónustuveitum verði heimilað að bjóða þjónustu sína á ljósleiðarakerfinu gegn gjaldi.

Uppbyggingarsjóður Austurlands auglýsir eftir umsóknum fyrir 2018

Tilgangur sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnu og nýsköpunarverkefni sem falla að Sóknaráætlun Austurlands. Styrkir eru veittir annars vegar til menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefna og hins vegar stofn- og rekstrarstyrkir til menningarmála.

Dýraþema á leikskólanum

Í semtember og október höfum við  verið að vinna með dýraþema á leikskólanum.

Haustferð til Seyðisfjarðar

Í byrjun september fór grunnskólinn í haustferð til Seyðisfjarðar.  

Grænfánadagur

Í dag var Grænfánadagurinn haldinn hátíðlegur, en skólinn sækir nú um Grænfánann í fjórða sinn.

Auglýsing - Dagsbrún 2 (til leigu)

Borgarfjarðarhreppur auglýsir Dagsbrún 2 til leigu. Íbúðin er þriggja herbergja og 86 fermetra stór. Íbúðin er laus til umsókna og nánari upplýsingar fást hjá sveitarstjóra.