12.06.2014
Það voru hörku tveir róðrar hjá Kára Borgari og áhöfn á Glettingi NS-100 í síðustu viku, en á rúmum
sólarhring komu þau í land með um 20 tonn.
11.06.2014
Strákarnir í Fjarðarborg eru stórhuga í sumar og ætla að bjóða upp á frábæra tónleikadagskrá allar helgar
í júní og júlí, og auðvitað dagana fyrir Bræðslu eins og undanfarin ár. Landsþekktir listamenn koma í heimsókn og okkur
hérna heima gefst tækifæri á að kaupa miða á þetta allt saman og tryggja okkur þannig miða á alla viðburðina, en oft hefur
verið uppselt á þessa viðburði og þá sérstaklega í Bræðsluvikunni.
03.06.2014
Við félagar hjá Já Sæll erum að
opna um helgina og efnum til tónleika með snillingnum honum Bjartmari Guðlaugssyni.
31.05.2014
Úrslit sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014
30.05.2014
Aðalfundur Sveinunga verður haldinn föstudaginn 6. júní kl. 20.00.
28.05.2014
Ungmennafélagið og Slysavarnarfélagið standa saman að stórglæsilegri dagskrá á sjómannadaginn á Borgarfirði eins og allir
bjuggust sennilega við.
22.05.2014
Nú síðastliðna helgi var stór stund hjá yngstu meðlimum UMFB en þá var haldið í Fjarðarbyggð til að taka þátt
í fótboltamóti, en þetta er í fyrsta skiptið í langan tíma þar sem UMFB heiðrar svona mót með nærveru sinni.
19.05.2014
„Opið hús“ um fjarnám og fræðslumál í Álfacafé, Borgarfirði fimmtudaginn 22. maí. kl. 12-13. Boðið
uppá súpu og brauð.
Dagskrá:
• Kynning á framboði fjarnáms veturinn 2014-2015
• Þjónusta varðandi símenntun, háskólanám og rannsóknir
Verkefnastjóri vaxtarsamnings verður einnig á staðnum.
Allir velkomnir
Austurbrú
19.05.2014
Grunnskólinn á Borgarfirði eystra er heimilislegur
samkennsluskóli sem rekinn er í samstarfi við leikskóla og frístund. Í skólanum næsta vetur verða 15 nemendur í 1.-10.
bekk og 3 – 5 börn í leikskólanum. Frístund er rekin í leikskóla. Við erum komin vel á veg með að aðlaga
starfið að nýrri aðalnámsskrá og mun samþætting námsgreina og útikennsla fá aukið rými í skólastarfinu.
Einkenni skólans sem við hlúum sérstaklega að eru sviðslistir, sjálfbærni og góð tengsl við grenndarsamfélagið, sögu
þess og menningu. Við erum Grænfánaskóli og leggjum áherslu á umhverfisvitund og útikennslu ásamt rými fyrir skapandi starf. Á
næsta skólári stefnum við að því að vinna sem heilsueflandi grunnskóli. Við gerum okkur grein fyrir að skólinn er
lykilþáttur í íbúaþróun á Borgarfirði og þess vegna leitum við eftir skapandi og dugmiklu fólki sem vill hjálpa okkur
að snúa vörn í sókn og vinna uppbyggilega að jákvæðu skólasamfélagi.
Okkur vantar kennara til að sinna ýmsum greinum og
sérkennslu á elsta- og miðstigi. Meðal kennslugreina sem kæmu til greina eru utan sérkennslu í íslensku og stærðfræði er
íslenska, sviðslistir, náttúrufræði, samfélagsgreinar, íþróttir og tungumál í öllum
bekkjum, jafnvel myndlist og heimilifræði, samtals 1,4 -1,5 stöðugildi.
Menntun, reynsla og metnaður:
· Grunnskólakennari með leyfisbréf til kennslu eða kennaranemar í
fjarnámi ganga fyrir öðrum umsækjendum
· Kennslureynsla er kostur, einnig þeir sem hafa reynslu af
útikennslu og samþættingu námsgreina
· Samstarfsvilji með fullorðnum og börnum
nauðsynlegur
· Áhugi á að vinna að uppbyggingu skóla og
skólasamfélags
· Jákvætt hugarfar, ábyrgðarkennd, dugnaður
og fagleg vinnubrögð ásamt áhuga á að samþætta námsgreinar er nokkuð sem umsækjendur þurfa að hafa metnað fyrir
· Aðeins reglusamir einstaklingar koma til greina
Umsækjendur skulu sýna fram á hreint sakavottorð eða veita heimild fyrir
upplýsingaöflun úr sakaskrá.
Ljósrit af leyfisbréfi eða prófgráðum eða
staðfesting á námi skal fylgja umsókn.
Umsóknarfrestur er (framlengdur) til 14.
júní 2014.
Áhugasamir hafi samband við
Svandísi Egilsdóttur skólastjóra í
síma 472-9938 eða 7717217
Umsókn ásamt meðmælum sendist
til: Skólastjóri Svandís Egilsdóttir, Grunnskóla Borgarfjarðar eystra, 720
Borgarfjörður, eða skolastjorigbe@ismennt.is
Við hlökkum til að heyra frá þér.
16.05.2014
Flokkunardagur í boði grunnskólans!
Við, nemendurnir í skólanum, ætlum mánudaginn 19. maí nk. að ganga á milli húsa og safna endurvinnanlegu rusli.