18.09.2013
Í dag heimsóttu okkur þau Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari sem saman mynda Dúó
Stemmu.
17.09.2013
Jæja þá eru kartöflurnar komnar í hús.
12.09.2013
Vikuna 16. – 20. september munu tónleikar Tónlistar fyrir alla hljóma um Austur og Norðausturland.
Dúó Stemma og Páll og Laufey munu ferðast á milli grunnskóla og leika fyrir nemendur. Tónleikarnir á Borgarfirði verða 17. september
í skólanum kl 8:10 og eru allir velkomnir.
02.09.2013
Haustferðin okkar að þessu sinni tókst með miklum ágætum.
27.08.2013
Á morgun 28. ágúst ætlum við nemendur 1. - 10. bekkjar og kennarar í Grunnskólanum að rölta til Breiðuvíkur
28.05.2013
Vor- og þemadagar voru í skólanum síðustu vikuna fyrir sumarfrí.
28.05.2013
Í síðustu viku afhenti fulltrúi slysavarnarsveitarinnar Sveinunga Grunnskólanum fjögur endurskinsvesti handa yngstu nemendum skólans. Helga og nemendum
vorskólans veittu þeim viðtöku úr hendi Helgu Bjargar sem, ásamt Steinunni, heimsótti okkur á þemadögum skólans. Þökkum
við Sveinunga kærlega fyrir þessa gjöf, en hún mun koma að góðum notum þegar farið er í vettvangsferðir með yngstu
nemendurna. Hérna má sjá myndir frá afhendingunni.
23.04.2013
Kynningarblað um nýjar aðalnámskrár og nýr upplýsingavefur
Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur gefið út kynningarblað um nýju aðalnámskrárnar og er því dreift um allt land.
Blaðinu er ætlað að kynna nemendum, foreldrum og öðrum hagsmunaaðilum nýjar áherslur í menntun leikskólabarna, grunn- og
framhaldsskólanemenda. Þá hefur einnig verið opnaður nýr vefur namtilframtidar.is , þar sem veittar eru upplýsingar um námsskrárnar,
áherslur í menntamálum og fleira.
Ráðuneytið fer þess góðfúslega á leit við skóla að þeir birti upplýsingar um nýja vefinn á
heimasíðum sínum og greini jafnframt frá kynningarblaðinu Nám til framtíðar. Með bréfi þessu fylgir kynningarblaðið á
PDF-formi og mynd, sem hægt er að birta með slóðinni www.namtilframtidar.is.
Mennta- og menningarmálaráðuneyti 12. apríl 2013
Arnór Guðmundsson, skrifstofustjóri
04.03.2013
Í síðustu viku endurnýjuðum við umsókn okkar um Grænfánann
20.02.2013
Í haust var útbúin moltutunna fyrir grunnskólann