13.01.2014
Við vorum beðin um að koma þessu bréfi hingað inn frá Louise Cerveny sem er að vinna lokaverkefni sitt í landslagsarkitektúr í tengslum
við Borgarfjörð. Vonandi taka allir henni vel og aðstoða við framvindu verksins.
08.01.2014
'A vorönn kemur Susanne til okkar á miðvikudögum eins og vant er. Hún fræðir nemendur um eftirfarandi þætti
1. bekkur Líkami minn, flúor, handþvottur, hjálmnotkun, hamingja
2. bekkur Svefn, hamingja og tilfinningar
3. bekkur Svefn, hamingja og tilfinningar
4. bekkur Hamingja, sjálfsmynd, slysavarnir og tannvernd
7. bekkur Tannvernd, ónæmisaðgerð
8. bekkur Hugrekki, hollusta og hreyfing
10. bekkur Kynning á heilsugæslunni og forvarnir ábyrgt kynlíf
15.12.2014
Vegna vonskuveðurs og ófærðar fellur allt
skólahald niður í
grunn- og leikskólanum í dag mánudaginn 15.12.2014.
Nú er úti norðanvindur,
nú er hvítur Dyrfjallstindur,
ef ég ætti úti kindur,
myndi ég setja þær allar inn,
elsku besti vinur minn.
……………… og það eru ekki bara kindurnar sem gott er að hafa inni í dag. Við hittumst öll hress og kát í
skólanum á morgun..... og þá verður ýmislegt æft!
02.10.2014
Nemendur , kennarar, foreldrar og nokkrir íbúar mættu í Fjarðarborg 2.október til að eiga með nemendum og kennurum skemmtilega samverustund.
Spiluð var félagsvist venju samkvæmt en einnig gæddum við okkur á dýrindis súpu og heimabökuðu brauði sem eldri nemendur skólans
bökuðu fyrr um daginn.
Þetta kvöld var hattaþema en fyrir utan verðlaun fyrir spilamennsku voru veitt verðlaun fyrir frumlegasta hatinn.
Takk fyrir indælt kvöld öll sömul
04.07.2014
Í dag fengu Sigga Óla og fjölskylda afhenta nýja íbúð í gamla frystihúsinu, en þetta er í fyrsta sinn í ótal
ár sem ný íbúð er afhent hérna í firðinum.
19.05.2014
- einstakt tækifæri
-
Grunnskóli Borgarfjarðar eystra auglýsir eftir kennurum og
leikskólakennara
Grunnskólinn á Borgarfirði eystra er heimilislegur
samkennsluskóli sem rekinn er í samstarfi við leikskóla og frístund. Í skólanum næsta vetur verða 15 nemendur í 1.-10.
bekk og 3 – 5 börn í leikskólanum. Frístund er rekin í leikskóla. Við erum komin vel á veg með að aðlaga
starfið að nýrri aðalnámsskrá og mun samþætting námsgreina og útikennsla fá aukið rými í skólastarfinu.
Einkenni skólans sem við hlúum sérstaklega að eru sviðslistir, sjálfbærni og góð tengsl við grenndarsamfélagið, sögu
þess og menningu. Við erum Grænfánaskóli og leggjum áherslu á umhverfisvitund og útikennslu ásamt rými fyrir skapandi starf. Á
næsta skólári stefnum við að því að vinna sem heilsueflandi grunnskóli. Við gerum okkur grein fyrir að skólinn er
lykilþáttur í íbúaþróun á Borgarfirði og þess vegna leitum við eftir skapandi og dugmiklu fólki sem vill hjálpa okkur
að snúa vörn í sókn og vinna uppbyggilega að jákvæðu skólasamfélagi.
Okkur vantar umsjónarkennara fyrir kraftmikla nemendur í 1.-4.bekk. Þar fyrir utan auglýsum við eftir kennurum til að sinna ýmsum öðrum greinum og sérkennslu á elsta og yngsta stigi.
Meðal kennslugreina er stærðfræði í elstu bekkjum, sviðslistir, náttúrufræði, samfélagsgreinar
og jafnvel tungumál í öllum bekkjum, samtals 2,4 -2,5 stöðugildi.
Auk þess er hér með auglýst laus 80 % staða leikskólakennara frá og með
1. ágúst. í leikskóladeildinni.
Menntun, reynsla og metnaður:
· Grunnskólakennari með leyfisbréf til kennslu eða kennaranemar
í fjarnámi ganga fyrir öðrum umsækjendum (Leikskólakennari þar sem það á við)
· Kennslureynsla er kostur, einnig þeir sem hafa reynslu af útikennslu og
samþættingu námsgreina
· Samstarfsvilji með fullorðnum og börnum nauðsynlegur
· Áhugi á að vinna að uppbyggingu skóla og
skólasamfélags
· Jákvætt hugarfar, ábyrgðarkennd, dugnaður og fagleg
vinnubrögð ásamt áhuga á að samþætta námsgreinar er nokkuð sem umsækjendur þurfa að hafa metnað fyrir
· Aðeins reglusamir einstaklingar koma til greina
Umsækjendur skulu sýna fram á hreint sakavottorð eða veita heimild fyrir
upplýsingaöflun úr sakaskrá.
Ljósrit af leyfisbréfi eða prófgráðum eða staðfesting á námi
skal fylgja umsókn.
Umsóknarfrestur er til 30. maí 2014.
Áhugasamir hafi samband við
Svandísi Egilsdóttur skólastjóra í síma 472-9938 eða
7717217
Umsókn ásamt meðmælum sendist til: Skólastjóri
Svandís Egilsdóttir, Grunnskóla Borgarfjarðar eystra, 720 Borgarfjörður, eða skolastjorigbe@ismennt.is
Við hlökkum til að heyra frá þér.
19.05.2014
- einstakt tækifæri
-
Grunnskóli Borgarfjarðar eystra auglýsir eftir kennurum og
leikskólakennara
Grunnskólinn á Borgarfirði eystra er heimilislegur
samkennsluskóli sem rekinn er í samstarfi við leikskóla og frístund. Í skólanum næsta vetur verða 15 nemendur í 1.-10.
bekk og 3 – 5 börn í leikskólanum. Frístund er rekin í leikskóla. Við erum komin vel á veg með að aðlaga
starfið að nýrri aðalnámsskrá og mun samþætting námsgreina og útikennsla fá aukið rými í skólastarfinu.
Einkenni skólans sem við hlúum sérstaklega að eru sviðslistir, sjálfbærni og góð tengsl við grenndarsamfélagið, sögu
þess og menningu. Við erum Grænfánaskóli og leggjum áherslu á umhverfisvitund og útikennslu ásamt rými fyrir skapandi starf. Á
næsta skólári stefnum við að því að vinna sem heilsueflandi grunnskóli. Við gerum okkur grein fyrir að skólinn er
lykilþáttur í íbúaþróun á Borgarfirði og þess vegna leitum við eftir skapandi og dugmiklu fólki sem vill hjálpa okkur
að snúa vörn í sókn og vinna uppbyggilega að jákvæðu skólasamfélagi.
Okkur vantar umsjónarkennara fyrir kraftmikla nemendur í 1.-4.bekk. Þar fyrir utan auglýsum við eftir kennurum til að sinna ýmsum öðrum greinum og sérkennslu á elsta og yngsta stigi.
Meðal kennslugreina er stærðfræði í elstu bekkjum, sviðslistir, náttúrufræði, samfélagsgreinar
og jafnvel tungumál í öllum bekkjum, samtals 2,4 -2,5 stöðugildi.
Auk þess er hér með auglýst laus 80 % staða leikskólakennara frá og með
1. ágúst. í leikskóladeildinni.
Menntun, reynsla og metnaður:
· Grunnskólakennari með leyfisbréf til kennslu eða kennaranemar
í fjarnámi ganga fyrir öðrum umsækjendum (Leikskólakennari þar sem það á við)
· Kennslureynsla er kostur, einnig þeir sem hafa reynslu af útikennslu og
samþættingu námsgreina
· Samstarfsvilji með fullorðnum og börnum nauðsynlegur
· Áhugi á að vinna að uppbyggingu skóla og
skólasamfélags
· Jákvætt hugarfar, ábyrgðarkennd, dugnaður og fagleg
vinnubrögð ásamt áhuga á að samþætta námsgreinar er nokkuð sem umsækjendur þurfa að hafa metnað fyrir
· Aðeins reglusamir einstaklingar koma til greina
Umsækjendur skulu sýna fram á hreint sakavottorð eða veita heimild fyrir
upplýsingaöflun úr sakaskrá.
Ljósrit af leyfisbréfi eða prófgráðum eða staðfesting á námi
skal fylgja umsókn.
Umsóknarfrestur er til 30. maí 2014.
Áhugasamir hafi samband við
Svandísi Egilsdóttur skólastjóra í síma 472-9938 eða
7717217
Umsókn ásamt meðmælum sendist til: Skólastjóri
Svandís Egilsdóttir, Grunnskóla Borgarfjarðar eystra, 720 Borgarfjörður, eða skolastjorigbe@ismennt.is
Við hlökkum til að heyra frá þér.
04.03.2014
Í dag þriðjudag og á morgun miðvikudag verða foreldraviðtöl í skólanum.