Fréttir

Námskeið í Ayur Veda heilsufræðum

Námskeið í Ayur Veda heilsufræðum verður haldið laugardaginn 22. nóvember frá kl. 11:00 – 17:00 á Borgarfirði á Álfheimum.  Ayur Veda er mjög yfirgripsmikil fræði sem snerta öll svið mannlegs lífs.  Þau kenna fyrst og fremst hvernig við höldum jafnvægi með skynsamlegum lífsstíl og hvernig við getum hægt á öldrun, aukið orku og gleði með hreinsun og eflingu huga og líkama.

Tólgarkerti

Í dag steyptu nemendur 1.-5. bekkjar tólgarkerti og bjuggu til kökur úr tólg og reyniberjum til að gefa fuglunum í vetur. Tólgarkertin voru steypt í dósir undan kertunum sem við kveiktum á við Álfaborgina í fyrra en meiningin er að nýta þessi heimagerðu ljós á aðventunni þegar kveikt verður upp hjá álfunum.  Hér má sjá myndir af þessari tilraunastarfsemi okkar.

Fatagámur Rauðakrossins

Umhverfisráð grunnskólans sendi inn beiðni til sveitastjórnar um daginn

Borgarfjörður sambandslaus við umheiminn í 18 klst

Nú á laugardaginn gerði mikið vatnsveður hérna á Borgarfirði með þeim afleiðingum að stór aurskriða hljóp af stað rétt innan við Sesseljuhamra milli Grundar og Hólalands.

Jarðfræði Breiðuvíkur - Fyrirlestur

Fimmtudagskvöldið 6. nóv kl 20:00 ætlar Erla Dóra Vogler kynna meistaraverkefni sitt í jarðfræði sem fólst í því kortleggja berggrunn Breiðuvíkur.

Grænfánagullkorn

Mengun og flutningar. Flutningar með skipum, vöruflutningabílum og flugvélum er stór mengunarvaldur. Það er því umhverfisvænna að kaupa frekar það sem ekki þarf að flytja langar leiðir. 

AdHd tónleikar í Fjarðarborg

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna um alvöru vetrartónleika í Fjarðarborg en þeir AdHd bræður eru væntanlegir til okkar laugardagskvöldið 25. október kl 21:00

Ný umhverfisnefnd

Í haust var kosið í nýja umhverfisnefnd í grunnskólanum hana skipa:

Fyrirlestur: Jarðfræði Borgarfjarðar eystri og Loðmundarfjarðar

Núna á fimmtudaginn 16. október mun Jarðfræðingurinn og Borgarfjarðarvinurinn Lúðvík Eckardt Gústafsson flyta erindi í Fjarðarborg um Jarðfræði Borgarfjarðar og Loðmundarfjarðar kl 20:00 og er aðgangur ókeypis.

Aðalfundur Framfarafélags Borgarfjarðar

Aðalfundarboð Framfarafélag Borgarfjarðar boðar til aðalfundar fimmtudaginn 30. október kl 19:30 á Álfheimum.