28.02.2017
Hjartasteinn sópaði til sín verðlaunum á Eddunni 2017 og fékk alls níu verðlaun, meðal annars sem kvikmynd
ársins, fyrir leikstjórn, handrit, kvikmyndatöku og klippingu.
23.02.2017
Næsta miðvikudag 1. mars verður öskudagsball í miðrými skólans.
Ballið hefst kl. 16:30.
Pitsuhlaðborð fyrir alla frá kl. 18:00, verð kr 1500.
Frítt fyrir yngri en 6 ára og eldri borgara
Sjáumst :)
Foreldrafélag leik- og grunnskóla
17.02.2017
Í gær, fimmtudaginn 16. febrúar, var haldinn íbúafundur í Fjarðarborg vegna verkefnisins "Að vera valkostur".
17.02.2017
Í dag var góður dagur í skólanum, við hittum biskupinn og fórum á tónleika í Hörpu.
07.02.2017
Í gær héldum við upp á dag stærðfræðinnar og leikskólans.
03.02.2017
Á ár verður Ungmennafélag Borgarfjarðar 100 ára og af því tilefni verður margt um skemmtilega viðburði í firðinum. Einn af þeim er Dyrfjallahlaup UMFB sem verður haldið laugardaginn 22. júlí. Þetta er 23 km utanvegarhlaup frá Hólalandi, í Stórurð og þaðan út í Bakkagerðisþorp. Stefnt er að því að þetta hlaup árlegt og verði einn af föstum punktum í sumardagskrá Borgarfjarðar.
04.01.2017
Borgarfjarðarhreppur
auglýsir tímabundið starf verkefnisstjóra fyrir verkefnið Að vera valkostur.
Verkefnið er byggðaþróunarverkefni á Borgarfirði eystra og er starfið afar
fjölbreytt og krefjandi. Starfssvið felur í sér allt mögulegt sem við kemur byggðamálum í hreppnum og
verkefnið er unnið í nánu samstarfi við íbúa Borgarfjarðarhrepps.
04.01.2017
Í grunn- og leikskólanum var margt brallað á aðventunni.
25.09.2017
Í byrjun september fór grunnskólinn í haustferð til Seyðisfjarðar. Dagskrá ferðarinnar var fjölbreytt og skemmtileg. Fyrsti áfangastaðurinn var Skaftfell þar sem við skoðuðum sýninguna Jaðaráhrif ásamt nemendum úr grunnskóla Djúpavogs og gengum síðan upp í Tvísöng þar sem bæði var sungið og leikið. Eftir hádegisnesti gengum við að Botnatjörn þar sem við drukkum kakó og tíndum krækiber. Þegar við komum úr göngunni héldum við út í höfnina þar sem Norræna lá við festar. Við fengum höfðinglegar mótttökur um borð og á leiðinni út voru flest okkar byrjuð að skipuleggja ferð til Færeyja í huganum. Þá var farið í sund og kvöldverðurinn voru síðan gómsætar pítsur í Skaftfelli. Við enduðum kvöldið á bíói í Herðubreið þar sem við sáum myndina um Matthildi. Seinni daginn heimsóttum við Pétur í Tækniminjasafninu og borðuðum hádegismat í Seyðisfjarðarskóla. Loks skoðuðum við Bláu kirkjuna og Geirahús áður en við héldum aftur heim á leið.